Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 18. október 2014 09:45
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Morgunblaðið 
Jón Daði: Fátækt ekkert til að skammast sín fyrir
Jón Daði gengur út á völlinn.
Jón Daði gengur út á völlinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði Böðvarsson vinn­ur að því að setja á lagg­irn­ar styrkt­ar­sjóð sem á að aðstoða foreldra að fjár­magna knatt­spyrnuiðkun barna sinna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

„Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð," segir Jón Daði við Morgunblaðið.

Það var stundum vesen að borga fyrir keppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt. Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir."

Hefur engan áhuga á bjórnum
Jón Daði leikur með Viking í Stafangri en hann hefur slegið rækilega í gegn með íslenska landsliðinu.

„Ég var vanur að fara á flesta landsleiki þegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni," segir Jón Daði sem er farinn að upplifa drauminn en í viðtalinu kemur fram að hann hefur alltaf hugsað vel um sig og hefur engan áhuga á að smakka áfengi.

„Ég hef vanist því að hugsa vel um líkamann. Ég hef engan tíma til að fara á pöbbinn, hef reyndar engan áhuga á því. Ég veit ekki hvort aðrir gera það en ég hef aldrei verið þannig. Mér finnst betra að fara snemma að sofa og taka því rólega."

Viðtalið má sjá í heild sinni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Athugasemdir
banner
banner