Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 18. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pedro Leon fær leyfi til að spila á Spáni
Pedro Leon er 27 ára kantmaður.
Pedro Leon er 27 ára kantmaður.
Mynd: Getty Images
Mál Pedro Leon hjá Getafe á Spáni er frekar snúið og það þurfti að fara fyrir dómstóla til að leikmaðurinn mætti spila fyrir félagið.

Leikmaðurinn mátti ekki spila vegna þess að hann var óskráður með félaginu í spænsku efstu deildinni en var aftur á móti skráður sem leikmaður félagsins hjá spænska knattspyrnusambandinu.

Spænska knattspyrnusambandið, Pedro Leon og samtök spænskra atvinnumanna í knattspyrnu tóku sig saman og fóru með málið fyrir dómara sem lét aflétta banninu.

Kantmaðurinn hefur ekki fengið að spila með Getafe á tímabilinu vegna málsins sem mun líklega ekki leysast að fullu fyrr en á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner