Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 18. nóvember 2014 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Goal 
Stephanie Roche: Ronaldo er hégómafullur
Roche í landsleik með Írum gegn nágrönnunum frá Wales.
Roche í landsleik með Írum gegn nágrönnunum frá Wales.
Mynd: Getty Images
Stephanie Roche skoraði glæsilegt mark í írska kvennaboltanum sem var tilnefnt til Puskas verðlauna FIFA yfir besta mark ársins.

Tíu mörk eru tilnefnd til verðlaunanna á hverju ári og er Roche eini kvenmaðurinn á listanum í ár.

Roche er að keppast við mörk frá leikmönnum á borð við Diego Costa, Zlatan Ibrahimovic, James Rodriguez og Cristiano Ronaldo, sem Roche tjáði sig um á léttu nótunum.

,,Ég held að ég sé ekki jafn hégómafull og Ronaldo. Hann á fleiri snyrtivörur í snyrtitöskunni sinni heldur en ég í heildina!" sagði Roche við ESPN í Brasilíu.

,,Ég hef skorað mikið af mörkum en þetta var líklega það allra flottasta. Ég heyrði orðróma um að markið yrði tilnefnt til Puskas verðlaunanna en ég trúði því aldrei."
Athugasemdir
banner
banner
banner