Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 19. janúar 2015 07:00
Magnús Már Einarsson
Víkingur Ó. skoðar markvörð frá Real Zaragoza
Ingólfur Sigurðsson.
Ingólfur Sigurðsson.
Mynd: KV
Spænski markvörðurinn David Aroca er þessa dagana til reynslu hjá Víkingi Ólafsvík.

Ólafsvíkingar eru í leit að markverði en Arnar Darri Pétursson er farinn aftur í Stjörnuna eftir að hafa verið í láni á síðasta tímabili.

Aroca er uppalinn hjá Real Zaragoza en þessi tvítugi leikmaður hefur leikið í spænsku neðri deildunum með B liði félagsins.

Aroca fékk rautt spjald snemma leiks þegar Ólafsvíkingar unnu Aftureldingu 3-1 í Fótbolta.net mótinu í gær.

Aroca mun leika annan leik með Víkingi á fimmtudag þegar liðið mætir Njarðvík í Fótbolta.net mótinu.

Ingólfur Sigurðsson spilaði einnig með Ólafsvíkingum í gær en hann er án félags. Ingólfur, sem spilaði með Þrótti og KV síðastliðið sumar, skoraði tvö mörk úr aukaspyrn í leiknum í gær.
Athugasemdir
banner
banner