Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 19. febrúar 2018 11:15
Elvar Geir Magnússon
Övrebo: Get ekki verið stoltur af þessari frammistöðu
Övrebo er 51 árs í dag og er hættur að dæma.
Övrebo er 51 árs í dag og er hættur að dæma.
Mynd: Getty Images
Norski dómarinn Tom Henn­ing Övr­e­bo hefur tjáð sig um ógleymanlegan leik Chelsea og Barcelona sem hann dæmdi í Meistaradeildinni 2009.

Övrebo viðurkennir að geta ekki verið stoltur af frammistöðu sinni þennan dag en allt var á suðupunkti. Chelsea gerði fjórum sinnum tilkall til þess að fá vítaspyrnu en Övrebo dæmdi ekkert.

Seint í leiknum skoraði svo Andrés Iniesta jöfnunarmark sem tryggði Barcelona áfram á útivallarmörkum.

Övrebo fékk líflátshótanir frá brjáluðum stuðningsmönnum Chelsea og leikmenn liðsins eltu hann eftir lokaflautið, Didier Drogba og Jose Bosingwa fóru í leikbönn fyrir hegðun sína.

Í tilefni af leik Chelsea og Barcelona á morgun ræddu spænskir fjölmiðlar við Övrebo og rifjuðu upp leikinn frá 2009.

„Í hreinskilni sagt var þetta ekki minn besti dagur. Dómarar gera stundum mistök rétt eins og leikmenn og þjálfarar. Stundum áttu ekki eins góða daga og þú átt að eiga. Ég get ekki verið stoltur af frammistöðu minni í þessum leik," segir Övrebo.

Övrebo þurfti að skipta um hótel eftir leikinn og fékk lögreglufylgd úr landi af öryggisástæðum.

„Það voru nokkur mistök og allir hafa sína skoðun. Ég er stoltur af því að hafa verið í hópi bestu dómara Evrópu og það er ekki bara hægt að minnast ferils míns út af þessum leik."

Hér að neðan má sjá myndband frá látunum eftir leikinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner