Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 19. apríl 2016 23:15
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vann Englandsmeistaratitilinn í U21
Mynd: Getty Images
Þó aðallið Manchester United sé ekki að gera rósir geta stuðningsmenn huggað sig við að félagið er allavega enn að framleiða öfluga unga leikmenn.

U21 lið United vann 3-2 sigur gegn Tottenham í kvöld á dramatískan hátt. Sigurinn var tryggður með marki bakvarðarins Guillermo Varela á 94. mínútu.

United komst yfir í leiknum 2-0 en Tottenham sýndi karakter, kom til baka og jafnaði.

Brasilíumaðurinn Andreas Pereira var maður leiksins. Hann skoraði með glæsilegu skoti þegar hann tók boltann í fyrstu snertingu. Hann var óhepponn að bæta ekki við en í tvígang kom tréverkið í veg fyrir að hann næði öðru marki.

Donald Love kom sér einnig á blað.

Þessir ungu leikmenn United fögnuðu vel og innilega að leik loknum eins og sjá má.



Athugasemdir
banner
banner
banner