Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 19. apríl 2016 09:10
Elvar Geir Magnússon
Risafélög horfa til Kane - Chelsea vill Griezmann
Powerade
Harry Kane er orðaður við Real Madrid og Bayern München.
Harry Kane er orðaður við Real Madrid og Bayern München.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mættur brakandi ferskur úr framleiðslu. BBC tekur saman allt það helsta úr ensku götublöðunum og margt áhugavert er í pakkanum í dag.

Real Madrid og Bayern München hafa áhuga á Harry Kane (22), sóknarmanni Tottenham, og hafa óskað eftir því að fá fréttir af stöðu mála varðandi hann. (London Evening Standard)

Manchester City ætlar að kaupa Ilkay Gundogan (25), miðjumann Borussia Dortmund. Þýska félagið vill ekki útiloka að hann verði seldur. (Bild)

Chelsea vill fá Antoine Griezmann (25), sóknarmann Atletico Madrid, og er tilbúið að bjóða honum ansi safaríkan samning. (Mirror)

Ef Jose Mourinho tekur við Manchester United mun hann kaupa Zlatan Ibrahimovic (34) sóknarmann Paris St-Germain, Renato Sanchez (18) miðjumann Benfica og John Stones (21) varnarmann Everton. (Sun)

Ónafngreindi aðilar sem tengdir eru konungsfjölskyldunni í Abu Dhabi hafa áhuga á að taka yfir Liverpool. (Star)

Tottenham hefur ekki lengur áhuga á Moussa Dembele (19) sóknarmanni Fulham. Chelsea bauð leikmanninum í heimsókn um liðna helgi og horfði hann á leikinn gegn Manchester City. (Mail)

Arturo Vidal reynir að sannfæra landa sinn frá Síle, Alexis Sanchez (27) hjá Arsenal, að verða liðsfélagi sinn hjá Bayern München. (Metro)

Arsenal hefur frestað samningaviðræðum við Sanchez og miðjumanninn Mesut Özil (27) þar til eftir tímabilið. Það þarf að sannfæra þá báða um að liðið muni geta barist um titla. (Times)

Hluti af leikmönnum og starfsmönnum Arsenal furðar sig á nokkrum af ákvörðunum Arsene Wenger. Þar á meðal að gefa liðinu frí daginn eftir jafnteflið gegn Crystal Palace þegar aðeins fjórir dagar voru í leik gegn West Brom. (Telegraph)

Chelsea mun reyna að fá Fraser Forster (28) markvörð Southampton ef belgíski landsliðsmarkvörðurinn Thibaut Courtois (23) fer. (Mirror)

N'Golo Kante (25) hjá Leicester er orðaður við Juventus en miðjumaðurinn Claudio Marchisio meiddist á hné. (Gazzetta dello Sport)

Það eru miklar líkur á því að Granit Xhaka (23) yfirgefi Borussia Mönchengladbach í sumar og fari í enska boltann. Liverpool og Arsenal hafa sýnt áhuga. (Bild)

Michael Carrick (34) hefur fengið þau skilaboð frá Manchester United að félagið hafi áhuga á að gera við hann nýjan samning en leikmaðurinn þarf að bíða þar til stjóramál félagsins skýrast. (Sun)

Einnig er óvissa um framtíð spænska miðjumannsins Juan Mata (27) hjá United (Manchester Evening News)

Mikel Arteta (34) gæti yfirgefið Arsenal í sumar og ferið til erkifjendanna í Tottenham - sem hluti af þjálfarateymi Mauricio Pochettino. (Star)

Fabio Capello, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney eigi að fara með enska landsliðinu á EM í sumar. (Express)

Steve Evans, stjóri Leeds, segist hafa stuðning Massimo Cellino, eiganda félagsins. Sá ítalski virðist hafa gefið annað til kynna í nýlegum viðtölum. (Yorkshire Evening Post)

Swansea gæti horft til Paul Clement, fyrrum stjóra Derby og aðstoðarþjálfara Real Madrid, í leit sinni að nýjum stjóra. (South Wales Evening Post)

Juan Sebastian Veron (41), fyrrum landsliðsmaður Argentínu, segir að það hafi verið mistök að fara frá Manchester United til Chelsea 2004. (Manchester Evening News)

Emirates bikarinn fer ekki fram í sumar vegna Evrópumóts landsliða. Emirates bikarinn er æfingamót sem Arsenal hefur haldið undanfarin ár. (Arsenal.com)

David Beckham telur að undanúrslitaleikir enska bikarsins eigi ekki að vera á Wembley. Keppnin eigi að snúast um að komast í úrslitaleikinn á leikvanginum. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner