Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 19. apríl 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sex ítölsk lið gætu spilað í Meistaradeildinni á næstu leiktíð
Verða sex ítölsk lið í Meistaradeildinni?
Verða sex ítölsk lið í Meistaradeildinni?
Mynd: EPA
Tottenham er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur
Tottenham er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar sem stendur
Mynd: Getty Images

Aðeins eitt enskt lið er eftir í Evrópukeppnunum í ár en Aston Villa var eina liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í vikunni.


Liverpool, West Ham, Man City og Arsenal féllu öll úr leik en það þýðir að það séu ansi litlar, nánast engar, líkur á því að úrvalsdeildin fái auka sæti í Meistaradeildinni fyrir næstu leiktíð.

Ítalía hefur tryggt sér aukasæti fyrir næstu leiktíð en sex ítölsk lið gætu tekið þátt í keppninni ef Atalanta vinnur Evrópudeildina og endar fyrir neðan fimmta sæti í deildinni en liðið er sjötta sæti, fjórum stigum frá Roma sem er í sætinu fyrir ofan sem stendur.

Liðin safna stigum fyrir landið sitt með þátttöku sinni í Evrópukeppnum. Tvö stig fást fyrir sigur, eitt fyrir jafntefli og ekkert fyrir tap.

Eins og fyrr segir er Ítalía búið að tryggja sér efsta sætið en Þýskaland og England berjast um annað sætið sem gefur einnig auka sæti í Meistaradeildinni.

Þýsku liðin þurfa aðeins tvo sigra í þeim þremur leikjum sem eftir eru í hverri keppni. Ef Aston Villa mistekst að vinna Sambandsdeildina er nóg fyrir Dortmund, Bayern og Leverkusen að næla í tvö jafntefli og einn sigur saman.

Meistaradeildin
Dortmund - PSG
Bayern - Real Madrid

Evrópudeildin
Marseille - Atalanta
Roma - Leverkusen

Sambandsdeildin
Aston Villa - Olympiakos
Fiorentina - Club Brugge


Athugasemdir
banner
banner
banner