Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 19. maí 2015 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-kvenna: Guðmunda gerði tvö í suðurlandsslagnum
Guðmunda er lykilmaður í liði Selfyssinga.
Guðmunda er lykilmaður í liði Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var að ljúka í Pepsi-deild kvenna þar sem Selfoss og Þór/KA höfðu betur gegn ÍBV og Þrótti R.

Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Selfyssinga sem lögðu Eyjakonur í suðurlandsslagnum.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfoss en gestirnir komu til baka og náðu að jafna stöðuna í 2-2.

Þegar allt virtist stefna í jafntefli var það Hrafnhildur Hauksdóttir sem gerði sigurmark leiksins fyrir Selfoss á lokamínútum leiksins.

Þór/KA lagði Þrótt Reykjavík af velli án teljandi vandræða og var sigurinn tryggður þegar rúmar 25 mínútur voru eftir af leiknum.

Þór/KA er í 3. sæti með 4 stig, Selfoss er með 3 stig, ÍBV með 1 stig og Þróttur R. er stigalaust á botni deildarinnar.

Selfoss 3 - 2 ÍBV
1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('41)
2-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('57)
2-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('64)
2-2 Cloe Lacasse ('84)
3-2 Hrafnhildur Hauksdóttir ('90)
Lestu nánar um leikinn

Þróttur R. 0 - 3 Þór/KA
0-1 Lára Einarsdóttir ('24)
0-2 Sandra María Jessen ('63)
0-3 Klara Lindberg ('65)
3-2 Hrafnhildur Hauksdóttir ('90)
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner