Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 19. maí 2017 09:16
Magnús Már Einarsson
Ísland mætir Brasilíu í lokaleik fyrir EM
Marta mætir á Laugardalsvöll.
Marta mætir á Laugardalsvöll.
Mynd: Getty Images
Íslenska kvennalandsliðið mun mæta Brasilíu í vináttuleik þann 13. júní en þetta verður kveðjuleikur íslenska liðsins áður en haldið er á EM í Hollandi. Samningur milli KSÍ og brasilíska knattspyrnusambandsins um leikinn var undirritaður í gærkvöldi.

Ísland leikur gegn Írlandi í Dublin fimmtudaginn 8. júní næstkomandi og leikurinn við Brasilíu kemur svo hér heima fimm dögum síðar.

Landsliðsþjálfari Brasilíu hafði greint frá leiknum á dögunum og KSÍ hefur nú staðfest að hann fari fram 13. júní.

Brasilía er eitt af sterkustu landsliðum heims en meðal leikmanna er Marta sem leikur með Orlando Pride en hún var útnefnd leikmaður ársins af FIFA fimm ár í röð en jafnan verið meðal þeirra efstu í kjörinu.

Í brasilíska liðinu er einnig Thaisa Moreno en hún leikur með Grindavík í Pepsi-deild kvenna.

Brasilía er í 9. sæti á heimslista FIFA en Ísland er í 18. sæti listans.

Miðasala á leikinn verður auglýst á næstu dögum.



Athugasemdir
banner
banner
banner