Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 20. apríl 2016 21:50
Arnar Geir Halldórsson
Klopp: Origi ekki ökklabrotinn
Origi borinn af velli
Origi borinn af velli
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir meiðsli Divock Origi hafa spillt fyrir sér gleðinni sem myndi vanalega fylgja því að valta yfir erkifjendurna í Everton.

Origi var borinn af velli eftir glórulaust brot argentínska varnarmannsins Ramiro Funes Mori snemma í síðari hálfleik en þá var staðan 2-0 fyrir Liverpool.

„Ef þú hefðir sagt mér að við myndum vinna Everton 4-0 myndi ég halda að ég yrði glaður en ég verð að viðurkenna að meiðsli Origi spilla gleðinni."

„Staðan á honum er ekki góð og í fyrstu héldum við að hann væri ökklabrotinn en svo er ekki. Ökklinn á honum er illa farinn og við verðum að sjá til. Það eru bara fjórar vikur eftir af tímabilinu."

„Ef þú vilt ná árangri verður þú að vera heppinn með meiðsli. Að sjá hann liggjandi á jörðinni var ekki þægilegt og ég gat ekki notið síðari hálfleiksins vegna þessa,"
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner