Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 20. júní 2017 21:12
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Öruggt hjá Blikum og Val
Fanndís setti tvö í kvöld
Fanndís setti tvö í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María gerði sigurmark Stjörnunnar
Agla María gerði sigurmark Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik FH og Þór/KA í kvöld
Úr leik FH og Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Níunda umferð Pepsi deildar kvenna fór fram í kvöld og kláraðist hún með þremur leikjum sem hófust klukkan 19:15.

Í Garðabænum mættust Stjörnustúlkur stöllum sínum úr Árbænum. Þar voru helstu fréttirnar þær að Harpa Þorsteinsdóttir spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik í Pepsi deildinni í sumar. Harpa náði þó ekki að skora í endurkomu sinni í byrjunarliðið en hún fór útaf eftir 74 mínútur í kvöld.

Stjörnustúlkur fóru þó með sigur af hólmi í leiknum en það var Agla María Albertsdóttir sem skoraði eina mark leiksins með skoti fyrir utan teig.

Blikastúlkur gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar öruggan 5-0 sigur. Svava Rós Guðmundsdóttir kom Blikum yfir eftir fjórtán mínútna leik áður en Fanndís Friðriksdóttir bætti við tveimur mörkum rétt fyrir hálfleik. Svava Rós var síðan aftur á ferðinni þegar 78 mínútur voru á klukkunni og kom Blikum í 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti svo fimmta markinu í uppbótartíma og þar við sat.

Valsstúlkur gerðu svo góða ferð í Frostaskjólið og sigruðu KR mjög sannfærandi, 0-5. Anisa Raquel Guajardo kom Valsstúlkum á bragðið eftir aðeins fjórar mínútur. Hún bætti svo við öðru marki á 33. mínútu áður en Ariana Calderon þrefaldaði forystu Hlíðarendastelpna áður en fyrri hálfleikurinn rann sitt skeið. Ariana var svo aftur á skotskónum í byrjun seinni hálfleiks og kom Val í 4-0. Vesna Elísa Smiljkovic setti svo fimmta naglann í kistu KR í uppbótartíma og innsiglaði góðan sigur Vals sem hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir slæma byrjun.

Fyrr í kvöld vann svo Þór/KA útisigur á FH, 0-1 og í Vestmannaeyjum unnu ÍBV botnlið Hauka, 3-0.

Úrslit kvöldsins og stöðutöflu deildarinnar má sjá hér að neðan.

Pepsi deild kvenna

Stjarnan 1 - 0 Fylkir
1-0 Agla María Albertsdóttir ('21 )

FH 0 - 1 Þór/KA
0-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('89 )

Grindavík 0 - 5 Breiðablik
0-1 Svava Rós Guðmundsdóttir ('14 )
0-2 Fanndís Friðriksdóttir ('43 )
0-3 Fanndís Friðriksdóttir ('45 , víti)
0-4 Svava Rós Guðmundsdóttir ('78 )
0-5 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('90 )

KR 0 - 5 Valur
0-1 Anisa Raquel Guajardo ('4 )
0-2 Anisa Raquel Guajardo ('33 )
0-3 Ariana Calderon ('39 )
0-4 Ariana Calderon ('54 )
0-5 Vesna Elísa Smiljkovic ('92 )
Rautt spjald:Edda Garðarsdóttir , KR ('53)

ÍBV 3 - 0 Haukar
1-0 Cloé Lacasse ('14 )
2-0 Clara Sigurðardóttir ('28 )
3-0 Linda Björk Brynjarsdóttir ('90 )


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner