Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 20. október 2017 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland hafði ekki tapað í undankeppni síðan 1998
Íslensku stöllurnar fagna mögnuðum sigri
Íslensku stöllurnar fagna mögnuðum sigri
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Íslenska kvennalandsliðið bar sigur úr býtum gegn Þýskaland í kvöld ytra en leiknum lauk með 3-2 sigri Íslands. Þetta var sögulegur sigur hjá íslenska liðinu.

Þýska landsliðið hefur verið yfirburðalið í heiminum síðustu áratugi en fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld hafði liðið unnið síðustu 60 leiki sína í undankeppni fyrir stórmót og gert eitt jafntefli.

Landsliðið hafði þá unnið 27 leiki í röð í undankeppni HM.

Síðasta tap þýska landsliðsins var gegn Noregi þann 17. júní árið 1998.

Magnað afrek hjá íslenska landsliðinu sem hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í undankeppni HM.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner