Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
Nik: Telma vann leikinn fyrir okkur
Áslaug Munda sneri óvænt til baka - „Mjög ánægð með að vera komin heim"
Bryndís Rut: Partur af fjölskyldunni þó hún sé núna í öðru liði
Fyrirliði Stjörnunnar um umdeilda atvikið: Þetta er nánast bara 'one in a million'
Stjáni Guðmunds sáttur eftir sigur: Þetta var stórfurðulegur leikur
Óli Kristjáns: Ég vil frekar spila svona og taka ákveðnar áhættur
Pétur: Hef ekki hugmynd hvenær hún spilar
Glenn ósáttur með samskiptin við dómara - „Finnst það ósanngjarnt“
banner
   fim 21. mars 2024 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er geggjuð, auðvitað. Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!" sagði sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Þetta er hörkutækifæri og við ætlum okkur að vinna þann leik líka."

Leikurinn í kvöld var ákveðinn rússíbani. „Þeir komast yfir, klaufalegt víti. Við komum sterkir til baka, Albert með frábæra aukaspyrnu og svo erum við helvíti sterkir í föstum leikatriðum. Það er stutt á milli í þessu."

„Það er geggjað að spila svona leiki þegar mikið er undir og erfitt líka. Ég reyndi mitt besta að hlaupa og pirra hafsentana."

Andri hefur trú á því að íslenska liðið geti gert góða hluti gegn Úkraínu. „Með hverju verkefninu þekkjumst við meira og meira. Það er alltaf skemmtilegt að koma að hitta strákana og hvað þá þegar við erum að spila upp á að komast á EM."
Athugasemdir
banner