Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 21. apríl 2016 16:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lið ársins á Englandi - Átta úr toppliðunum
Mahrez er líklegastur til að vera valinn leikmaður tímabilsins.
Mahrez er líklegastur til að vera valinn leikmaður tímabilsins.
Mynd: Getty Images
Lið ársins í ensku úrvalsdeildinni hefur verið kynnt og eiga topplið deildarinnar, Leicester og Tottenham, átta fulltrúa af ellefu.

Arsenal, Manchester United og West Ham eiga einn fulltrúa hvert, en Leicester á fjóra og Tottenham fjóra.

David De Gea er valinn sem besti markvörðurinn framyfir Hugo Lloris og Kasper Schmeichel sem áttu báðir magnað tímabil með toppliðunum.

Hector Bellerin er í hægri bakverði og Dimitri Payet á vinstri kanti, en ekkert pláss er í liðinu fyrir stoðsendingakóng tímabilsins, Mesut Özil.

Það eru leikmenn sem kjósa í lið ársins og því ljóst að frammistaða Payet á tímabilinu er betur metin af leikmönnum heldur en frammistaða Özil.

Markvörður: David De Gea (Manchester United)

Hægri bakvörður: Hector Bellerin (Arsenal)

Miðvörður: Wes Morgan (Leicester)
Miðvörður: Toby Alderweireld (Tottenham)

Vinstri bakvörður: Danny Rose (Tottenham)

Hægri kantur: Riyad Mahrez (Leicester)

Miðjumaður: N'Golo Kante (Leicester)
Miðjumaður: Dele Alli (Tottenham)

Vinstri kantur: Dimitri Payet (West Ham)

Sóknarmaður: Harry Kane (Tottenham)
Sóknarmaður: Jamie Vardy (Leicester)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner