Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   sun 21. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal með í baráttunni um framherja Feyenoord
Mynd: Getty Images
Arsenal er eitt af þremur félögum sem er í baráttunni um Santiago Gimenez, framherja Feyenoord í Hollandi, en þetta kemur fram í mexíkóska blaðinu Record.

Gimenez er 24 ára gamall landsliðsmaður Mexíkó sem hefur staðið sig vel í Hollandi.

Hann hefur gert 47 mörk í 84 leikjum fyrir Feyenoord og átti meðal annars stóran þátt í því að liðið vann hollensku deildina á síðustu leiktíð.

Record segir að Arsenal, Atlético Madríd og Juventus séu í baráttu um að kaupa Gimenez í sumar, en hann hefur ákveðið að taka skref í stærri deild eftir tímabilið.

Arsenal hefur verið í leit að hreinræktuðum framherja og tikkar Gimenez í öll boxin.

Eina vandamálið er verðmiðinn sem Feyenoord hefur sett á Gimenez en það vill fá allt að 100 milljónir evra fyrir kappann, sem fælir eflaust mörg félög frá.
Athugasemdir
banner
banner