Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fim 21. september 2017 19:05
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa: Þetta hefur aldrei tekist áður hjá honum
Gústi var sáttur í kvöld.
Gústi var sáttur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var griðarlega sáttur eftir 2-1 mikilvægan sigur á FH í kvöld. Igor Jugovic skoraði sigurmarkið undir lokin fyrir Fjölni.

„Tilfinningin var ótrúleg. Hann átti frábæran leik eins og allt liðið. Ég var sáttur með sigur minna manna," sagði Ágúst eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 2 -  1 FH

Fyrra markið hjá Jugovic kom af 40 metra færi eftir að Gunnar Nielsen, markvörður FH, átti misheppnaða spyrnu fram völlinn.

„Hann hefur reynt þetta mjög oft á æfingum og það hefur aldrei tekist. Mikilvægasta augnablikið er að gera þetta í leik," sagði Ágúst.

Fjölnir er fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar tvær umferðir eru eftir í Pepsi-deildinni.

„Ég er pollrólegur. Maður fagnaði aðeins eftir þessi þrjú stig en þetta er ekki búið. Það eru önnur lið sem þurfa sigra og mæta brjáluð í leikina sem eftir eru. 1-3 stig nægja okkur en við þurfum að halda okkur við efnið og eiga baráttuleik gegn KR á sunnudaginn," sagði Ágúst.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner