Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 21. nóvember 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Luba hættur að spila - Tekur við kvennaliði Víkings Ó.
Tomasz Luba.
Tomasz Luba.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tomasz Luba hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Víkingi Ólafsvík.

Tomasz hefur leikið í vörn karlaliðs Víkings Ó. frá árinu 2010, þar af þrjú ár í Peps-deildinni.

Hann mun nú einbeita sér alfarið að þjálfun kvennaliðsins og leggja skóna á hilluna.

Luba skoraði alls fimm mörk í 162 deildar og bikarleikjum á ferli sínum með Víkingi. Hann spilaði 21 leik þegar Ólafsvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar.

„Á sama tíma og við bjóðum Tomasz velkominn til starfa á nýjum vettvangi innan félagsins þökkum við Birni Sólmari Valgeirssyni fyrir gríðarlega vel unnin störf í þágu kvennaboltans í Ólafsvík undanfarin ár," segir í fréttatilkynningu frá Víkingi Ólafsvík.

Víkingur Ólafsvík endaði í 9. sæti í 1. deild kvenna í sumar og leikur því í 2. deild á komandi tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner