Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 22. febrúar 2017 23:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mirror: Umboðsmaður Rooney farinn til Kína
Hefur Wayne Rooney spilað sinn síðasta leik fyrir Man Utd?
Hefur Wayne Rooney spilað sinn síðasta leik fyrir Man Utd?
Mynd: Getty Images
Mirror greinir frá því að umboðsmaður Wayne Rooney sé floginn til Peking í Kína til þess að fá samning fyrir Rooney.

Mourinho hefur sagt að Rooney megi yfirgefa félagið fyrir þriðjudag en þá lokar félagskiptaglugginn í Kína.

Paul Stretford, umboðsmaður Rooney, er staddur í Kína og er tilbúinn til þess að ferðast um landið til þess að finna samning fyrir skjólstæðing sinn.

Engir samningar hafa náðst enn en félög í Kína eru tilbúin til þess að borga 600.000 pund á viku fyrir Rooney.

Rooney hefur verið í 13 ár hjá Manchester United og er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United
Athugasemdir
banner
banner
banner