Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brósarnir sameinaðir á ný - „Þurftum alveg að vinna í okkar samskiptum"
Fimma.
Fimma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hrikalega gaman að vera aftur með brósa. Hann ýtti alveg undir að ég myndi velja FH," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður FH, við Fótbolta.net.

Hann samdi við FH fyrir tímabilið og hitti þar fyrir Sindra Kristinn eldri bróður sinn. Þeir þekkja ágætlega að spila saman því þeir voru liðsfélagar í Keflavík áður en Ísak hélt til Danmerkur í atvinnumennsku.

Markmenn hjálpa varnarmönnum til varðandi staðsetningar á vellinum og ýmislegt fleira. Hvernig er að fá skipanir frá honum? Hugsaru aldrei: 'Æi þegiðu'?

„Jú jú, sérstaklega þegar ég var 16-17 að koma upp hjá Keflavík. Við þurftum alveg að vinna í okkar samskiptum því þetta var bara rugl á æfingum. Þetta hefur svo sem aldrei verið vesen í leikjum. Hann er bara eins og hver annar leikmaður þegar við erum inni á vellinum," sagði Ísak.
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Athugasemdir
banner
banner
banner