Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 22. apríl 2024 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham vill Amorim - Segir að hann sé ekki fyrsti kostur Liverpool
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, verði eftirsóttur á þjálfaramarkaðnum í sumar. David Ornstein virtur blaðamaður hjá The Athletic segir núna frá því rætt sé um Amorim hjá West Ham.

Amorim hefur verið sterklega orðaður við Liverpool en Ornstein segir að hann sé líklega ekki þeirra fyrsti kostur til að taka við af Jurgen Klopp.

Ekki er sagt í fréttinni hver sé þá fyrsti kostur Liverpool ef það er ekki Amorim. Hann er líklegastur samkvæmt veðbönkum í það starf en næst koma Arne Slot, stjóri Feyenoord, og Roberto De Zerbi, stjóri Brighton.

Samningur David Moyes við West Ham rennur út eftir tímabilið en það er óvíst hvort að hann verði áfram með liðið.

Ef það verður breyting í stjóramálum West Ham er Amorim fyrsti kostur á blað. Julen Lopetegui er líka annar kostur fyrir West Ham en Amorim er fyrsta nafn á blað.

Amorim er 39 ára og hefur stýrt Sporting Lissabon síðan 2020. Hann gerði liðið að portúgölskum meistara 2021 og er með liðið á toppi deildarinnar í dag.


Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Athugasemdir
banner
banner
banner