Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
banner
   fös 23. janúar 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Nær Man Utd að fá Paulista á undan Arsenal?
Powerade
Gabriel Paulista (til vinstri) gæti verið á leið í enska boltann.
Gabriel Paulista (til vinstri) gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Douglas Costa gæti samið við Chelsea.
Douglas Costa gæti samið við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Neto er orðaður við Arsenal.
Neto er orðaður við Arsenal.
Mynd: Getty Images
Tíu dagar eru í að félagaskiptaglugginn loki. Kíkjum á helsta slúðrið frá Englandi.



Jorge Mendes, umboðsmaður David De Gea, útilokar ekki að markvörðurinn muni ganga í raðir Real Madrid. (Marca)

Manchester United ætlar að reyna á síðustu stundu að krækja í Gabriel Paulista varnarmann Villarreal en Arsenal er að reyna að semja við hann. (Daily Star)

Chelsea er að vinna í að fá Douglas Costa miðjumann Shakhtar Donetsk. (Sun)

Tony Pulis, stjóri WBA, hefur staðfest áhuga sinn á Callum McManaman hjá Wigan og Darren Fletcher hjá Manchester United. (Times)

QPR býðst að fá brasilíska framherjann Alexandre Pato frá Corinthians. (Daily Mail)

Garry Monk, stjóri Swansea, vill fá Martin Olsson frá Norwich og Alexandru Maxim frá Stuttgart. (Wales Online)

Manchester City er að fylgjast með Jay Rodriguez framherja Southampton. (Manchester Evening News)

Hull vill fá Aaron Lennon kantmann Tottenham (Hull Daily Mail)

Kevin de Bruyne, miðjumaður Wolfsburg, vill ekki fara aftur í ensku úrvalsdeildina eftir að hafa verið á mála hjá Chelsea. Arsenal og Manchester United hafa sýnt honum áhuga. (Daily Express)

Real Madrid mun ekki kaupa Javier Hernandez þegar lánssamningur hans frá Manchester United rennur út í sumar. (Daily Express)

Arsenal er að skoða Norberto Neto markvörð Fiorentina. (Daily Mail)

Roma vonast til að 380 þúsund pund dugi til að fá Mohamed Salah á láni frá Chelsea út tímabilið. (London Evening Standard)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill að enska knattspyrnusambandið hætti að óska eftir atvinnuleyfi fyrir leikmenn utan Evrópusambandsins. (Independent)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, telur að Jordan Henderson geti orðið næsti Steven Gerrard. (Sun)

Tim Sherwood hefur útilokað að taka við Newcastle. (Talksport)

Frank De Boer er tilbúinn að taka við Newcastle í sumar. (Guardian)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vonast til að liðið geti barist um titilinn aftur á næsta tímabili. (Liverpool Echo)

Miklar líkur eru á að Abou Diaby hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Arsenal en meiðsli halda áfram að stríða honum. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner