Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mið 23. mars 2016 15:00
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Herning
Kári Árna: Ég stend og fell með þessari treyju
Borgun
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Frá æfingu íslenska landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikið hefur verið rætt og ritað um nýja treyju íslenska landsliðsins sem liðið spilar í á EM í sumar. Kári Árnason og Emil Hallfreðsson fóru ásamst starfsmönnum KSÍ í höfuðstöðvar Errea í vetur þar sem ákveðið var hvernig nýi búningurinn yrði.

„Það mátti velja úr nokkrum týpum. Ég stend og fell með þessari treyju," sagði Kári við Fótbolta.net í dag aðspurður út í treyjuna.

Aðspurður út í gagnrýnina á treyjuna sagði Kári: „Mér gæti ekki verið meira sama. Mér finnst þetta vera flott treyja."

Danir í enskum stíl undir stjórn Hareide:
Kári er spenntur fyrir leiknum gegn Dönum í Herning annað kvöld. ,Það er kominn tím til að við vinnum þá. Ég held að við séum í fínu standi til að gera það núna. Ég held að okkar líkur séu finar."

Age Hareide stýrir danska landsliðinu í fyrsta skipti annað kvöld en hann hætti sem þjálfari Kára hjá Malmö í lok síðasta árs. Hvernig reiknar Kári með að Danir spili á morgun?

„Það verður mjög direct. Hann vill vinna boltann hátt á okkar svæði og það verður mikil pressa. Þetta verður ekki 'possesion' fótbolti eins og þeir hafa spilað upp á síðkastið. Þetta verður meira í enskum stíl."

Ætla að klára deild og bikar
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni er að hefjast en Kári og félagar í Malmö eru hins vegar komnir í bikarúrslit. Bikarkeppnin í Svíþjóð fer að mestu fram áður en deildarkeppnin hefst.

„Þetta er mjög einkennilegt. Það er einhver riðlakeppni og síðan eru tveir leikir sem þú þarft að vinna, þá ertu kominn í úrslit fyrir mót. Þetta er okkar leið í Evrópu. Við lögðum mikinn metnað í þetta og erum komnir í úrslitaleikinn. Við munum vinna hann á heimavelli," sagði Kári sem er mjög brattur fyrir tímabilið.

Við erum með sterkasta liðið í deildinni, á pappírnum allavegana, og við ættum að klára bæði bikar og deild," sagði Kári ákveðinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner