Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 23. apríl 2016 11:21
Elvar Geir Magnússon
Stjóri í ensku úrvalsdeildinni í framhjáhaldsmáli
Hver ætli umræddur stjóri sé?
Hver ætli umræddur stjóri sé?
Mynd: Getty Images
Ónafngreindur knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni er miðpunkturinn í framhjáhaldsmáli sem The Sun fjallar um. Stjórinn hefur farið í lögsókn eftir að hann frétti af því að blaðið ætlaði að opinbera málið. Málið er í dómsferli.

The Sun hefur gögn undir höndum að stjórinn hafi sent annarri konu en eiginkonu sinni skilaboð og beðið um nektarmyndir ef lið hans næði að vinna einhvern umræddan leik. Hann bað um myndir af henni á háum hælum en engu öðru.

Þá sendi hann henni skilaboð meðan hann var að stýra æfingu, talaði um að æfingin væri leiðinleg og ræddi um að bóka hótelherbergi fyrir þau tvö.

Ennig sendi hann skilaboð um að það væri svo erfitt að vera opinber persóna og að hann væri í erfiðu og ástlausu hjónabandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner