Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 23. apríl 2017 12:18
Kristófer Kristjánsson
Byrjunarlið Burnley og Man Utd: Jói Berg og Rashford á bekknum
Jóhann Berg er á bekknum í dag
Jóhann Berg er á bekknum í dag
Mynd: Getty Images
Burnley tekur á móti Manchester United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Man Utd verður án Zlatan Ibrahimovic og Marcos Rojo sem báðir urðu fyrir slæmum hnémeiðslum í Evrópudeildinni í síðustu viku.

Einnig eru þeir Chris Smalling, Phil Jones og Juan Mata frá vegna meiðsla.

Jóhann Berg hefur verið frá í nokkra mánuði vegna meiðsla en hann snýr aftur á varamannabekk Burnley í dag.

Marcus Rashford byrjar á varamannabekk Man Utd en margir bjuggust við því að hann myndi taka við keflinu af Zlatan Ibrahimovic í framlínu liðsins. Wayne Rooney er hinsvegar í byrjunarliði Man Utd í fyrsta sinn í þó nokkurn tíma.

Byrjunarlið Burnley: Heaton, Lowton, Keane, Mee, Ward, Boyd, Barton, Hendrick, Brady, Gray, Barnes

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Darmian, Bailly, Blind, Young, Herrera, Fellaini, Pogba, Lingard, Rooney, Martial
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner