Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 23. apríl 2017 18:21
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Byrjunarliðin í El Clasico: Enginn Neymar
BBC byrjar hjá Real Madrid
BBC byrjar hjá Real Madrid
Mynd: Getty Images
Byrjunarliðin eru klár í einum stærsta leik ársins, El Clasico.

Leikurinn er gífurlega mikilvægur, og þá sérstaklega fyrir Barcelona.

Real Madrid situr á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, og er þremur stigum á undan Barcelona, auk þess sem liðið á leik til góða.

Því þarf Barcelona nauðsynlega á sigri að halda í þessum leik, til þess að eiga enn einhverja von um að vinna spænska meistaratitilinn.

Fátt óvænt er í byrjunarliðum liðanna. Gareth Bale snýr aftur í byrjunarlið Real Madrid og byrjar BBC. Hjá Barcelona vantar N-ið í MSN þar sem Neymar er í leikbanni.

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvajal, Nacho, Ramos, Marcelo, Kroos, Casemiro, Modric, Bale, Ronaldo, Benzema

Byrjunarlið Barcelona: Ter Stegen, Sergi Roberto, Pique, Umtiti, Alba, Busquets, Rakitic, Iniesta, Messi, Suarez, Alcacer
Athugasemdir
banner
banner
banner