Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júní 2017 11:08
Elvar Geir Magnússon
Aron: Vonandi næst samkomulag við Twente
Samningur Arons við Tromsö rennur út á næsta ári.
Samningur Arons við Tromsö rennur út á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tromsö hafnaði fyrsta tilboði hollenska úrvalsdeildarfélagsins Twente í íslenska landsliðsmanninn Aron Sigurðarson samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla.

Búist er við því að Twente geri nýtt tilboð í Aron en það þarf að vera umtalsvert hærra svo Tromsö segi já.

Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Arons, segir við itromso.no að það yrði mjög gott skref að fara í hollenska boltann.

„Hann er tilbúinn til að taka næsta skref með því að fara í betri deild. Þessi mikli áhugi Twente sannar að það var rétt hjá Aroni að fara til Tromsö. Sjáum hvort hann fari núna eða síðar," segir Magnús Agnar.

Sjálfur fer Aron ekki leynt með að hann vilji fara til Twente.

„Það er eðlilegt að Tromsö reyni að fá eins mikið og hægt er fyrir mig. Vonandi kemur nýtt tilboð og félögin ná samkomulagi," segir Aron.

„Holland hentar mér vel. Ég sagði í viðtali fyrir tveimur árum að ég vildi komast til Hollands. Það hefur verið markmið hjá mér svo það var skemmtilegt þegar umboðsmaðurinn hringdi og sagði mér frá Twente. Þetta er spennandi deild en auðvitað eru aðrar deildir sem ég er líka til í að fara í. Ég vil bara taka skref upp á ferlinum og fara í stærri deild."

Aron segir að draumurinn sé að spila í La Liga í framtíðinni.

„Ég þarf að taka skrefið fyrst. Að fara frá Hollandi til Spánar er rökréttara en að fara héðan til Spánar," segir Aron sem segist þó einbeita sér að næsta leik hjá Tromsö sem er á sunnudaginn.

Aron er 23 ára og er á öðru tímabili sínu hjá Tromsö eftir að hann kom frá Fjölni. Hann var ónotaður varamaður þegar Ísland vann Króatíu á dögunum en hann er með 2 mörk í 5 A-landsleikjum.

Twente hafnaði í sjöunda sæti síðasta tímabils í hollensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner