Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 23. desember 2017 16:12
Ívan Guðjón Baldursson
Zidane: Titilbaráttan ekki búin
Cristiano Ronaldo hefði getað skorað í fyrri hálfleik en hitti ekki boltann.
Cristiano Ronaldo hefði getað skorað í fyrri hálfleik en hitti ekki boltann.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane og lærisveinar hans töpuðu fyrir Barcelona á eigin heimavelli. Heimamenn áttu góðan fyrri hálfleik en allt hrundi niður snemma í síðari hálfleik.

Luis Suarez kom gestunum yfir eftir varnarmistök Real. Mateo Kovacic var alltof einbeittur að dekka Lionel Messi og missti þannig af hlaupinu hans Ivan Rakitic, sem var sloppinn í gegn og gat rennt boltanum á Suarez.

Messi tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu eftir að Dani Carvajal hafði verið sendur af velli fyrir að verja með höndum.

„Ég, sem þjálfari liðsins, þarf að taka ákvarðanir. Ég stend og fell með þeim. Mateo gerði vel og hélt Messi niðri stóran part leiksins," sagði Zidane að leikslokum.

„Ég sé ekki eftir því að hafa skilið Isco eftir á bekknum. Ég ætlaði að nota hann en leikurinn gjörbreyttist eftir fyrsta markið. Svo var engin þörf fyrir Isco manni færri.

„Fólk segir kannski að titilbaráttunni sé svo gott sem lokið en ég er ekki sammála því og það er Valverde ekki heldur. Við munum halda áfram á okkar braut."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner