Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fös 24. febrúar 2017 22:39
Hafliði Breiðfjörð
Willum um nýtt leikkerfi: Fannst það koma vel út
Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Willum Þór Þórsson þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var góður sigur og við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik. Við höfðum tök á leiknum í fyrri hálfleik en þú getur aldrei verið rólegur þegar Fjölnir er annars vegar. Þetta eru sprækir og sterkir strákar," sagði Willum Þór Þórsson þjálfari KR eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld en staðan í hálfleik var 3-0 fyrir KR.

„Það sýndi sig í seinni hálfleik, þeir komu af gríðarlegum krafti í seinni hálfleikinn og við vorum svolítið sofandi og fengum á okkur mark. En ég er ánægður með að við höfum staðið það af okkur og komið okkur inn í leikinn. Þetta var hark í seinni hálfleik frekar en fyrri."

Willum fór sömu leið og mörg önnur lið hafa gert í vetur og spilaði með þriggja miðvarða vörn eins og besta lið Englands, Chelsea, hefur gert með góðum árangri í vetur.

„Það eru nokkur lið að fikra sig áfram með þetta, sem er bara eðlilegt. Ein leiðin til að svara því er að geta spilað það sjálfur. Mér fannst það koma vel út, menn eru að læra þetta," sagði Willum.

„Það þarf að vinna þetta hægt og rólega inn. Við höfum verið að taka þetta einn og einn hálfleik hingað til og spiluðum heilan leik í dag. Þetta er að koma hægt og rólega. 1997 var ég með Þrótt í 1. deild og við unnum deildina með sama leikkerfi. Þetta fer í hringi, núna eru félög að spila þetta með sama árangri, við sáum þetta í Heimsmeistarakeppninni þar sem menn voru að úrfæra þetta vel. Svo sjáum við Chelsea gera þetta virkilega vel og þá fara menn að stúdera þetta."

Willum er að leita að framherja í lið KR fyrir komandi tímabil, ég spurði að lokum út í þá leit.

„Við erum að leita að framherja því það eru þrír framherjar farnir frá því síðasta sumar. Við erum búnir að fá Garðar Jóhannsson, Robert Johan Sandnes og Arnór Svein Aðalsteinsson en það var meira hugsað til að þétta línurnar. Við þurfum allavega einn hreinan framherja fyrir þessa þrjá, Denis Fazlagic, Morten Beck Andersen og Jeppe Hansen. Við erum að leita á fullu, höfum fengið ábendingar hingað og þangað en ekki ennþá hitt á réttan mann."
Athugasemdir
banner
banner
banner