Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 24. ágúst 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Man Utd á eftir Neymar og Bale
Powerade
Gareth Bale.
Gareth Bale.
Mynd: Getty Images
Það er alls konar slúður í slúðurpakka dagsins í dag.



Arsenal gæti landað Karim Benzema frá Real Madrid ef liðið er tilbúið að borga 50 milljónir punda. (Daily Star)

Neymar myndi íhuga að fara frá Barcelona til Manchester United en enska félagið mun þó væntanlega ekki reyna að krækja í Brasilíumanninn fyrr en næsta sumar. (Guardian)

Umboðsmaður Neymar hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé á leið til Manchester United. (GloboEsporte)

Manchester United hefur líka áhuga á Gareth Bale en hann kemur þó væntanlega ekki á Old Trafford í ár. (Sky Sports)

AC Milan er í viðræðum um að fá Mario Balotelli á láni frá Liverpool. (Daily Mail)

Juventus er að krækja í Juan Cuadrado á láni frá Chelsea. (Sport Mediaset)

Tony Pulis, stjóri WBA, segir að 15 félög hafi áhuga á Saido Berahino en hann spilaði ekki gegn Chelsea í gær. (Evening Standard)

Tottenham ætlar að bjóða 20 milljónir punda í Berahino eftir að 15 milljóna punda tilboði var hafnað í síðustu viku. (Telegraph)

Tottenham vill líka fá Victor Wanyama en Southampton vill ekki selja leikmanninn þegar svona lítið er eftir af félagaskiptaglugganum. (Mail)

Manchester United ætlar að endurvekja áhuga sinn á Felipe Anderson leikmanni Lazio eftir að félagið missti af Pedro. (ESPN)

Arsene Wenger segist vera tilbúinn að taka áhættu á félagaskiptamarkaðinum fyrir réttu leikmennina. (Evening Standard)

Leeds vonast til að kaupa framherjann Fernadno Forestieri frá Watford á þrjár milljónir punda í vikunni. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner