Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   mið 25. apríl 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Marc McAusland: Getum gert hluti ef allir haldast heilir
Marc McAusland.
Marc McAusland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum nógu góðir og við eigum að spila í Pepsi-deildinni. Við erum spenntir," sagði Marc McAusland fyrirliði Keflavíkur við Fótbolta.net.

Keflavík hefur leik í Pepsi-deildinni gegn Stjörnunni á föstudagskvöld. Keflavík styrkti sig ekki mikið í vetur en Marc hefur fulla trú á hópnum.

„Ef við höldum öllum heilum þá erum við með mjög sterkt byrjunarlið og menn sem geta komið af bekknum. Við getum haldið okkur í deildinni og gert eitthvað ef allir haldast heilir," sagði Marc en hann telur að það sé talsvert bil á milli Pepsi og Inkasso-deildarinnar.

„Það er bil á milli. Styrkleikinn er mun meiri í Pepsi en Inkasso. Við höfum séð leikmenn fara úr Inkasso í Pepsi-deildina og standa sig vel. Þetta snýst allt um hvernig strákarnir aðlagast því að spila í Pepsi-deildinni. Við þurfum að bæta leik okkar til að gera eitthvað í þessari deild og það er það sem við ætlum að gera."

Ísak Óli Ólafsson, 17 ára, spilar við hlið Marc í vörninni en hann var valinn efnilegastur í Inkasso-deildinni í fyrra.

„Hann hefur mikla hæfileika og hann er alltaf að læra. Það er frábært að spila með honum og sjá honum vaxa. Ég er viss um að hann geti gert góða hluti í Pepsi. Hann á frábæran feril fyrir framundan," sagði Marc.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner