Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 26. apríl 2016 10:07
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmannasveit KR hætt
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Miðjan, stuðningsmannasveit KR, hefur verið lögð niður en þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar.

„Sjálfsögðu hættum við aldrei að styðja KR en það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að rótin er gömul og við höfum ekki lengur þennan eldmóð sem þarf til að halda Miðjunni á þeim stalli sem hún á skilið að vera á. Auk þess höfum við ekki fundið nægilegan hljómgrunn fyrir áframhaldandi starfi. Miðjan þakkar öllum sem hafa tekið þátt í stemmningunni gegnum árin og viljum við óska þeim sem taka við alls hins besta." segir Miðjan á Facebook.

Miðjan var stofnuð árið 2005 og hefur látið vel í sér heyra á leikjum KR.

Miðjan birti í dag myndband á YouTube þar sem má sjá myndir og söngva sveitarinnar undanfarin ár.

Hér að neðan er myndbandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner