Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 27. febrúar 2017 18:10
Elvar Geir Magnússon
Zamparini hefur rekið sinn síðasta þjálfara hjá Palermo
Mynd: Getty Images
Maurizio Zamparini, einn skrautlegasti karakter ítalska boltans, er hættur sem forseti Palermo. Zamparini hefur setið í gegnum u.þ.b. 60 þjálfaraskipti á 30 árum sem eigandi félagsins.

Árið 2013 birtum við pistil um Zamparini sem ber heitið Maðurinn með brottrekstrarblætið.

Zamparini er 75 ára en í tilkynningu frá félaginu kemur fram að nýr forseti verði kynntur á næstu dögum. Ítalskir fjölmiðlar segja að bandarískur fjárfestahópur sé að kaupa félagið og því líklegt að næsti forseti sé Bandaríkjamaður.

Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Palermo sem er í fallsæti, sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner