Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mán 27. mars 2017 19:00
Stefnir Stefánsson
Coutinho óttast Everton ekki
Philippe Coutinho
Philippe Coutinho
Mynd: Getty Images
Philippe Coutinho, miðjumaður Liverpool segir að hvorki hann né liðsfélagar sínir séu smeykir um að liðið endi neðar en nágrannar sínir í Everton.

Everton eru sem stendur þremur sætum fyrir neðan Liverpool í töflunni. En takist þeim að sigra Liverpool á Anfield um helgina minnka þeir bilið í aðeins 3 stig.

Everton með Lukaku fremstan í flokki hafa verið á góðu skriði upp á síðkastið en þeir hafa skorað 17 mörk í síðustu 6 leikjum sínum.

„Ég spái ekki of mikið í gott gengi Everton upp á síðkastið. Eins og staðan er núna þá erum við ofar í deildinni og það verður að virða það." sagði Coutinho en hann er sem stendur í landsliðsverkefni með brasilíska hópnum. En hann er klár í að sýna grönnum sínum í Everton að Liverpool er enþá liðið sem þarf að vinna á Merseyside.

„Við munum verða klárir þegar flautað verður til leiks í slagnum um Liverpool-borg. Þessi leikur er okkur mikilvægur og sérstaklega fyrir stuðningsmenn okkar." sagði Coutinho.

„Við gerum okkur fulla grein fyrir hversu mikilvægur þessi leikur er fyrir fólkið sem býr í Liverpool. Leikurinn verður enn þá meira spennandi fyrir þær sakir að Everton hafa bætt sig mikið upp á síðkastið." sagði Coutinho sem áttar sig á því að leikurinn verður erfiður.

„Við vitum það að þetta verður alls ekki auðveldur leikur. Við þurfum að vinna, sigurinn myndi gera mikið fyrir stuðningsmenn okkar og liðsheild okkar." sagði Coutinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner