Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 27. júní 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Þór/KA í heimsókn á Hlíðarenda
Þór/KA hefur unnið alla sína leiki í sumar.
Þór/KA hefur unnið alla sína leiki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er alltaf eitthvað um að vera í fótboltanum á Íslandi þegar sumarið er í gangi og sólin skín úti.

Í dag hefst 10. umferðin í Pepsi-deild kvenna með þvílíkum hvelli. Það er stórleikur á Valsvellinum þar sem heimakonur í Val, sem flestir spáðu titlinum fyrir mót, mæta Þór/KA, sem hefur unnið alla leiki sína í deildinni í sumar. Þær eru ósigraðar í deildinni!

Það verður áhugaverður leikur, en það eru einnig þrír aðrir leikir spilaðir. KR fær heimsókn frá ÍBV, Breiðablik fer í Kaplakrika og mætir FH og botnlið Hauka sækir Íslandsmeistara Stjörnunnar heim.

Það er einnig leikið í 4. deild karla og 1. deild kvenna í dag og allir fótboltaunnendur ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Allir á völlinn!

þriðjudagur 27. júní

Pepsi-deild kvenna 2017
18:00 KR-ÍBV (Alvogenvöllurinn)
18:00 Valur-Þór/KA (Valsvöllur)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
19:15 Stjarnan-Haukar (Samsung völlurinn)

4. deild karla 2017 A-riðill
20:00 Kría-Kórdrengir (Vivaldivöllurinn)
20:00 Snæfell/UDN-Hvíti riddarinn (Stykkishólmsvöllur)

4. deild karla 2017 C-riðill
20:00 Skallagrímur-Hrunamenn (Skallagrímsvöllur)

1. deild kvenna
18:00 Sindri-Tindastóll (Sindravellir)
19:15 Keflavík-Þróttur R. (Nettóvöllurinn)
19:15 ÍA-Víkingur Ó. (Norðurálsvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner