Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 27. desember 2017 14:31
Elvar Geir Magnússon
PSG bætist í hóp félaga sem vilja fá Fellaini
Næst til Frakklands?
Næst til Frakklands?
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur blandað sér í hóp félaga sem vilja fá Marouane Fellaini, miðjumann Manchester United, á frjálsri sölu í sumar.

Samningur belgíska leikmannsins við Manchester United rennur út eftir tímabilið. Hann verður samningslaus eftir tímabilið og mun geta skrifað undir við nýtt félag frá og með 1. janúar.

Tyrknesku félögin Besiktas og Galatasaray og kínverskt félag hefur þegar gert þessum þrítuga leikmanni samning.

Samkvæmt belgíska dagblaðinu La Derniere Heure vill franska toppliðið einnig fá Fellaini.

PSG leitast eftir því að fá leikmenn á frjálsri sölu vegna Financial Fair Play reglnanna en félagið keypti Neymar og Kylian Mbappe á háar fjárhæðir síðasta sumar.

Félagið ku einnig vera að horfa til Lassana Diarra, fyrrum miðjumanns Arsenal og Portsmouth.

Fellaini hefur ekki spilað síðan 25. nóvember vegna hnémeiðsla en þegar hann var spurður af því hvort hann ætlaði að vera áfram á Old Trafford á næsta tímabili sagði hann:

„Í hreinskilni sagt veit ég það ekki. Þetta er mitt tíunda tímabil á Englandi. Fyrir utan það allra fyrsta hjá Manchester þá hef ég bara upplifað góða tíma hérna," sagði Fellaini.
Athugasemdir
banner
banner
banner