Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Hugarburðarbolti Þáttur 15
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
   sun 30. ágúst 2015 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Upphitun fyrir landsleikina með Bjössa Hreiðars
Icelandair
Sigurbjörn Hreiðarsson á Laugardalsvelli.
Sigurbjörn Hreiðarsson á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fengu Sigurbjörn Hreiðarsson í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X-inu í gær. Þar var rætt um komandi landsleiki; gegn Hollandi í Amsterdam á fimmtudag og gegn Kasakstan á Laugardalsvelli þremur dögum síðar.

Upptöku af umræðunni má nálgast í spilaranum hér að ofan en Ísland er á toppi riðilsins eins og allir vita.

Það var algjörlega ástæðulaust að breyta einhverju.

„Eins og þeir tala um þjálfararnir þá verða agi og skipulag númer eitt, tvö og þrjú í Hollandi. Það er alveg klárt mál. Holland hefur skipt um þjálfara og það er smá óskrifað blað hvernig þeir fara í þetta. Við förum í þennan pakka varnarsinnaðir í miklum skipulagshugleiðingum. Þannig verður þetta ekki gegn Kasakstan á sunnudeginum, þá verður annað uppi á teningnum," segir Sigurbjörn en eitt stig yrðu frábær úrslit í Hollandi.

„Það yrði stórkostlegt ef við myndum vinna Hollendinga en það verður þrautinni þyngri. Ef við töpum þessu þá er gríðarlega mikilvægt að taka þrjú stig gegn Kasakstan. Við erum klárlega mun betra lið en Kasakstan og þá þarftu leikmennina sem eru góðir með boltann og vilja vera með hann."

„Það þarf ótrúlega mikið að gerast til að við klúðrum þessu," segir Sigurbjörn um stöðu Íslands.

Þjálfaraskipti hafa orðið hjá andstæðingum okkar á fimmtudag, Danny Blind tók við í byrjun júlí.

„Þessi keppni er úr karakter hjá Hollandi miðað við einhverjar tíu keppnir á undan þar sem þeir hafa unnið riðilinn og varla fengið á sig mörk. Þeir eru að hugsa hvenær þeir komist í gírinn sinn. Núna segja þeir: 'Þetta er tíminn. Nýr þjálfari og nýtt móment, nú byrjar riðillinn almennilega. Keyrum á þetta, vinnum það sem eftir er' - Það er bara það sem er í gangi. Danny Blind kemur inn með örfáar áherslur og treyst er á að gæðin þeirra vinni íslensku gæðin," segir Sigurbjörn.

Í spjallinu hér að ofan er talað um markmannsmálin, stöðu einstakra leikmanna og margt fleira tengt leiknum.
Athugasemdir
banner