Stadion Grodzisk
Vináttulandsleikur kvenna
Aðstæður: Sól og blíða, 25-30 gráður
Dómari: Michalina Diakow (Pólland)
Viðtöl og einkunnir koma inn á síðuna innan skamms.
Okkur verður refsað fyrir svona á EM.
Geggjað mark. Við vinnum boltann hátt á vellinum og Agla María fær boltann. Hún horfir strax á markið og lætur vaða af einhverjum 20 metrum sirka. Boltinn syngur í netinu, glæsilegt mark hjá varamanninum.
Agla María þarna með skilaboð til þjálfara Häcken sem hefur verið að gefa henni fáar mínútur upp á síðkastið.
Hornspyrna sem Karólína tekur.
Karólína sýnir þá tækni sem hún býr yfir og á svo skot rétt fyrir utan teig sem fer fram hjá markinu.
Þarna sýnir Sveindís af hverju hún er í byrjunarliðinu hjá einu besta liði heims.
Veður bara inn á teiginn og smellir boltanum bara í þaknetið. Eins og að drekka vatn fyrir hana.
Stelpurnar okkar eru búnar að snúa þessu við!
Stoðsending: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur, sem er búin að vera hvað ferskust í íslenska liðinu, vinnur boltann hátt á vellinum og veður inn á teiginn. Hún leggur svo boltann snyrtilega á Berglindi sem getur ekki annað skorað.
Þarna erum við að tala saman!
Markvörður Póllands er ekki búin að grípa eina fyrirgjöf í leiknum.
Engar breytingar í hálfleik. Vonandi fáum við betri seinni hálfleik.
Allt galopið til baka og Pólland komið yfir pic.twitter.com/8qz9RD3CXy
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 29, 2022
Svo fóru Pólverjar í skyndisókn og náðu að skora. Veit ekki hvort það var rangstaða en þetta leit frekar grunsamlega út þar sem þær voru mjög einar. En staðan er klárlega sanngjörn að mínu mati.
Stoðsending: Martyna Wiankowska
Fyrri hálfleikurinn er að renna út í sandinn og þá skorar Pólland.
Skyndisókn og þær pólsku eru allt í einu komnar einar í gegn. Wiankowska rennir boltanum á helstu stjörnu Póllands - Ewu Pajor - sem skorar. Skotið var lélegt en Sandra náði ekki að verja; boltinn fer undir Söndru.
Þær pólsku vinna boltann af Söru en það var klárlega haldið í hana. Ekkert dæmt og heimakonur fara í sókn. Það er svo dæmd rangstaða.
"Ekkert stress," segir Glódís.
Það liggur mark í loftinu þessa stundina og pólska stuðningsfólkið lætur vel í sér heyra.
Pólverjar spila sig í gegnum miðjuna og út til hægri þar sem Buszewska á stórhættulega sendingu fyrir á nærstöngina. Sandra kemst í boltann en á í miklum vandræðum með að handsama hann. Á endanum kemur íslenska liðið hættunni frá.
Allt í lagi, ekki gott.
Af hverju fer hún ekki lengra?" segir Steini svekktur. Hann vildi að Sveindís myndi halda hlaupi sínu áfram inn í teiginn í staðinn fyrir að senda fyrir. Sveindís átti rétt í þessa sendingu sem fyrsti varnarmaður hreinsaði í burtu.
Glódís vinnur fyrsta boltann og skallar á Dagný en skallinn hennar fer upp í loft og yfir markið. Þarna myndaðist góð staða.
Klabis kýlir boltann og við fáum hornspyrnu hinum megin. Karólína skokkar yfir. Hún er eitthvað óörugg í markinu hjá Pólverjum. Verðum að nýta okkur það.
Alltof auðvelt fyrir hana!
Sveindís svo nálægt því að skora. Hún sleppur í gegn og kemst fram hjá markverðinum, en það er bjargað á línu.
Íslenska liðið hefur verið með aðsetur í Poznan síðustu daga en þessi leikur fer fram í smábæ í um klukkutíma akstursfjarlægð frá borginni.
Völlurinn heitir Stadion Dyskobolii Grodzisk Wielkopolski og rúmar tæplega 6000 manns - meira en Academy Stadium í Manchester þar sem Ísland spilar tvo af leikjum sínum á EM.
Völlurinn var byggður árið 1925 og er heimavöllur pólska úrvalsdeildarfélagsins Warta Pozna í augnablikinu á meðan félagið er að vinna að nýjum leikvangi. Leikvangurinn er einnig heimavöllur Nasza Dyskobolia Grodzisk Wielkopolski sem er í sjöttu efstu deild í Póllandi.
Ég fékk Orra Rafn Sigurðarson til að spá í spilin fyrir þennan leik. Hann spáir því að Ísland muni vinna þennnan leik.
Við eigum alltaf að vinna Pólland. Hvort sem það er í æfingarleik eða alvöru mótsleik.
Steini mun stilla upp því liði sem að líklegast mun byrja fyrsta leik á EM. Svo það verður hægt að lesa aðeins í þennan leik og hvað Steini er að hugsa.
Pólverjar eru sterkar til baka þegar þær ákveða að liggja til baka. Trú mín á okkar liði er hinsvegar gífurleg svo lokatölur verða 3- 0 fyrir Ísland.
Berglind Björg skorar 1, Sveindís laumar inn einu af fjær og Glódís Perla fagnar afmæli sínu í gær með skallamarki!
Get staðfest að það er góð stemning à Ãslenska hópnum 🇮🇸
— Guðmundur Ãsgeirsson (@gummi_aa) June 29, 2022
Endilega fylgist með! #fotboltinet https://t.co/sxD6poB7ZO pic.twitter.com/RPVMR0PGNh
Sara Björk Gunnarsdóttir er í byrjunarliði Íslands og athygli vekur að hún er með fyrirliðabandið en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, sem einnig er í byrjunarliðinu, hefur verið fyrirliði í stjórnartíð Þorsteins.
Þetta er eini vináttulandsleikur Íslands fyrir EM og líklegt að þetta verði byrjunarliðið í fyrsta leik.
Byrjunarlið Ãslands gegn Póllandi à dag!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 29, 2022
Leikurinn hefst kl. 13:30 og er à beinni útsendingu á RÚV.
Our starting lineup against @pzpn_pl today.#dottir pic.twitter.com/dLcs3OMlWf
Það er ekki hægt að minna á það nægilega oft að það eru flæstar mæður í okkar liði - af þeim liðum sem eru að fara á EM. Þær eru fimm í okkar hóp; Dagný Brynjarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir.
Þær eru allar gríðarlega miklar fyrirmyndir með því að sýna fram á að það er hægt að gera bæði: Vera móðir og spila fótbolta á hæsta stigi.
Proud to be a part of this group 💙 https://t.co/Z8YBiqkT4i
 Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) June 28, 2022
Við erum búin að ræða við flesta leikmenn liðsins síðustu daga og verður það áfram gert næstu daga í bland við aðra umfjöllun. Hér fyrir neðan eru tenglar á öll viðtöl sem hafa verið tekin frá því hópurinn kom saman.
Sandra Sigurðardóttir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Svava Rós Guðmundsdóttir
Sif Atladóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir
Elísa Viðarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Guðný Árnadóttir
Agla María Albertsdóttir
Svo höfum við tekið nokkur viðtöl við þjálfarann, Þorstein Halldórsson og má skoða það síðasta með því að smella hérna.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur leyst þá stöðu mjög vel í síðustu leikjum en hún er búin að vera meidd og ekki náð að spila mikið.
Berglind segist vera í toppstandi en leikformið er ekki mikið og það gæti tekið hana tíma að finna taktinn eftir meiðslin.
Elín Metta Jensen, sem er annar kostur í níuna, var meidd á undirbúningstímabilinu og hefur ekki náð að sýna sínar allra bestu hliðar með Val heima á Íslandi.
Mögulega smávegis áhyggjuefni en vonandi mæta þær báðar af miklum krafti inn í Evrópumótið sem er framundan.
Við skjótum á það að landsliðsþjálfarinn geri tvær breytingar á því byrjunarliði sem hann hefur oftast stillt upp.
Guðný Árnadóttir hefur verið meidd og er líklega ekki tilbúin í 90 mínútur strax. Hún hefur verið að leysa stöðu hægri bakvarðar, en undirritaður spáir því að Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, leysi þá stöðu í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir og Sif Atladóttir gætu einnig komið þar inn.
Svo er það Sara Björk Gunnarsdóttir sem er komin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Það hefur verið rætt og ritað um það hvort hún eigi að byrja á EM, en hún hefur ekki spilað mikið síðustu mánuði. En hér er tilvalið tækifæri til að gefa henni leik og sjá hvernig staðan er.
Því er spáð að hún komi inn á miðjuna og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem hefur verið að leika inn á miðsvæðinu, muni fara á vinstri kantinn.
Eftir þennan leik þá mun liðið fara til Þýskalands þar sem liðið lýkur undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið með nokkurra daga æfingabúðum.
Fótbolti.net mun ferðast þangað líka og fjalla vel um liðið áður en mótið hefst.
Svo hefjum við leik á EM 10. júlí.
Þetta verður fróðlegur leikur. Pólland er í 33. sæti á heimslista FIFA og því alls ekki auðveldur andstæðingur. Ísland er í 17. sæti á sama lista.
"Við mætum inn í þennan leik eins og við séum að undirbúa keppnina; við þurfum að nota hann rétt í það. Það verður gert á morgun," segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins.
"Við förum inn í leikinn til að vinna hann og ætlum að vinna hann. Það er markmiðið. Við viljum venja okkur á það að halda áfram að vinna leiki. Við þurfum að slípa okkur saman og halda því áfram."
Hann segir að pólska liðið sé á uppleið.
"Pólland er fínt lið og pólskur kvennabolti er á mikilli uppleið. Pólverjar eru að setja töluvert fjármagn inn í kvennaboltann og mikla vinnu. Það á eftir að skila þeim langt. Þetta er hörkulið. Síðasti leikur sem þeir spiluðu var gegn Noregi þar sem þær töpuðu 2-1 í hörkuleik. Þær eru með fínt fótboltalið."
Búist er við um eitt þúsund áhorfendum á vináttuleik A kvenna við Pólland à dag. Leikurinn hefst kl 13:30 að Ãsl tÃma og er à beinni á @ruvithrottir pic.twitter.com/636Z6aYaHG
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 29, 2022
Liðið kom saman um 20. júní og æfði á Íslandi í rúma viku. Síðan var haldið til Poznan þar sem þessi leikur verður spilaður.
Liðið tók flug til Þýskalands og fór svo í rútu til Póllands. "Ferðalagið var bara skemmtilegt. Við þurftum að lenda í Þýskalandi og keyra í þrjá tíma. Ferðalagið var smá langt en það hefur verið verra hjá okkur. Það var smá þreyta í rútunni, en það er alltaf stuð," sagði Guðný Árnadóttir, varnarmaður liðsins, við Fótbolta.net í gær.
Training in Poznan, Poland, ahead of our friendly vs @laczynaskobieca on Wednesday. #dottir
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 28, 2022
🇵🇱⚽ï¸Â🇮🇸 pic.twitter.com/uacCoLpeXT
Borgin er mjög falleg og mikið um flottan arkitektúr. Frítíminn hjá liðinu hefur meðal annars verið nýttur í að skoða borgina.
"Við vorum að enda við það að koma saman herbergisfélagararnir úr göngu. Við vorum að skoða Poznan. Þetta er flott borg, þetta lítur ansi vel út. Það er flottur miðbær við hliðina og það er hægt að fara á kaffihús og svona," sagði Agla María Albertsdóttir í gær.
Það eru allir leikmenn Íslands klárir í slaginn fyrir Evrópumótið sem framundan er í næsta mánuði. Eins og staðan er núna þá eru allir leikmenn liðsins að æfa og í góðu standi.
Stærsta spurningamerkið var með það hvort Guðný Árnadóttir yrði klár í slaginn en endurhæfing hennar eftir hnémeiðsli hefur gengið einstaklega vel sem eru frábær tíðindi fyrir íslenska liðið.
Ekki er útilokað að Guðný muni spila nokkrar mínútur í dag.
Íslenska liðið ætlaði sér að fá leik heimavell fyrir mótið, en það gekk ekki upp. Á endanum varð lausnin sú að spila þennan leik við Pólland.
Það er frekar skrítin tímasetning á leiknum því hann mun hefjast 15:30 að staðartíma í Poznan í Póllandi og klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Það munu því ekki allir - sem hefðu viljað - ná að fylgjast með þessum eina undirbúningsleik fyrir stóru stundina í Englandi.
Ástæðan fyrir því að þessi leikur er spilaður svona snemma á miðvikudegi er sú að pólska sjónvarpið fékk að ráða. Líklegt er að þau trúi ekki að þessi leikur geti keppt við kvölddagskrána í sjónvarpinu.
Ef leikurinn hefði verið heima á Íslandi, þá er ljóst að leikurinn væri á allt öðrum tíma.