„Stelpurnar gefa manni alltaf orku," sagði hin reynslumikla Sif Atladóttir í viðtali við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu á Laugardalsvelli í gær.
Sif var valin í lokahópinn fyrir EM á Englandi og er hún á leið á sitt fjórða stórmót.
Sif var valin í lokahópinn fyrir EM á Englandi og er hún á leið á sitt fjórða stórmót.
„Knattspyrnan hefur breyst frekar mikið frá 2009, það er stóri vendipunkturinn í þessu. Það eru fleiri að horfa og það eru meiri gæði."
Sif var spurð hvort hún búist við því að vera í byrjunarliðinu í fyrsta leik á EM. „Ég veit það ekki," sagði Sif og hló. „Steini bara velur sitt lið og teningarnir falla þar sem þeir falla. Ég tek mínu hlutverki hvað sem það er og geri mitt besta fyrir hópinn."
Athugasemdir