Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 25. júní 2022 13:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vildi að þetta hefði verið svona þegar ég var yngri"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið er á endasprettinum í undirbúningi fyrir EM sem hefst þann 6. júlí á Englandi.


Það var opin æfing á Laugardalsvelli í dag þar sem margir áhorfendur mættu til að fylgjast með landsliðinu æfa áður en þær fara til Póllands á morgun þar sem þær mæta Póllandi í æfingaleik þann 28. júní.

Sandra Sigurðardóttir var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir æfinguna í dag.

„Ég er ótrúlega glöð með allt þetta fólk sem kom, bara stemning og maður finnur fyrir stuðningi. Maður fær gleði í hjartað, maður getur hitt einhverja áður en maður fer."

Sandra var afbrýðisöm út í krakkana sem mættu og fengu eiginhandaráritun frá landsliðskonunum.

„Það er gaman að vera fyrirmynd og geta gefið krökkunum eitthvað. Ég vildi að þetta hefði verið svona þegar ég var yngri," sagði Sandra.

Sandra er að fara á sitt fjórða stórmót, í fyrsta sinn sem aðalmarkvörður. Er það öðruvísi?

„Já að sjálfsögðu. Það hefur margt breyst frá því ég fór fyrst. Ég er orðin eldri og meiri þroski í mig og hlutverk mitt hefur breyst. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu," sagði Sandra.


Athugasemdir
banner
banner