Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   lau 25. júní 2022 13:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vildi að þetta hefði verið svona þegar ég var yngri"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska kvennalandsliðið er á endasprettinum í undirbúningi fyrir EM sem hefst þann 6. júlí á Englandi.


Það var opin æfing á Laugardalsvelli í dag þar sem margir áhorfendur mættu til að fylgjast með landsliðinu æfa áður en þær fara til Póllands á morgun þar sem þær mæta Póllandi í æfingaleik þann 28. júní.

Sandra Sigurðardóttir var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir æfinguna í dag.

„Ég er ótrúlega glöð með allt þetta fólk sem kom, bara stemning og maður finnur fyrir stuðningi. Maður fær gleði í hjartað, maður getur hitt einhverja áður en maður fer."

Sandra var afbrýðisöm út í krakkana sem mættu og fengu eiginhandaráritun frá landsliðskonunum.

„Það er gaman að vera fyrirmynd og geta gefið krökkunum eitthvað. Ég vildi að þetta hefði verið svona þegar ég var yngri," sagði Sandra.

Sandra er að fara á sitt fjórða stórmót, í fyrsta sinn sem aðalmarkvörður. Er það öðruvísi?

„Já að sjálfsögðu. Það hefur margt breyst frá því ég fór fyrst. Ég er orðin eldri og meiri þroski í mig og hlutverk mitt hefur breyst. Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu," sagði Sandra.


Athugasemdir