Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 28. júní 2022 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Agla María um tímann í Svíþjóð: Auðvitað eru það vonbrigði
Gott að komast í nýtt umhverfi með landsliðinu
Icelandair
Agla María Albertsdóttir.
Agla María Albertsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í búningi Häcken.
Í búningi Häcken.
Mynd: Häcken
Frá landsliðsæfingu.
Frá landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta verða allt mjög erfiðir leikir'
'Þetta verða allt mjög erfiðir leikir'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Dagarnir heima á Íslandi eru búnir að vera skemmtilegir; það er gott að vera búin að hitta hópinn og vera farnar að hefja þessa EM vegferð,” sagði Agla María Albertsdóttir, leikmaður landsliðsins, í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

„Það er geggjuð stemning í hópnum, það er alltaf mikið fjör og hópurinn er þéttur og samheldinn.”

Liðið fær nokkuð mikinn frítíma á milli æfinga og funda. Hvað er gert þá?

„Við vorum að enda við það að koma saman herbergisfélagararnir úr göngu. Við vorum að skoða Poznan. Svo hefur UEFA verið með fundi og eitthvað svona. Við höfum haft það hugglegt. Poznan er flott borg,” segir Agla María.

Ísland spilar á morgun vináttulandsleik við Pólland í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem framundan er.

„Það er gott að liðið geti stillt saman strengi sína fyrir mótið því þetta er eini leikurinn sem við spilum fyrir EM. Mér líst mjög vel á þetta.”

Vonbrigði í Svíþjóð
Agla María var stórkostleg með Breiðabliki á Íslandi áður en hún ákvað að taka stökkið erlendis eftir síðustu leiktíð. Hún samdi við Häcken, sem er eitt besta lið Svíþjóðar, en tíminn þar hefur ekki verið eins og hún hafði vonast eftir

„Ég veit ekki alveg hvað ég á segja, auðvitað eru það vonbrigði hvað ég er búin að spila lítið. Það er engin spurning. Ég er búin að læra helling, en þetta hafa verið vonbrigði hvað spilatíma varðar.”

Er hún búin að fá einhver skilaboð frá þjálfaranum um stöðu sína? „Bara eitthvað sem ég ætla að halda fyrir mig, ekki eitthvað sem ég ætla að fara nánar út í.”

Hún segir það óljóst hvort hún verði áfram í Svíþjóð eftir EM, það muni bara koma í ljós. Það sé gott að kúpla sig frá Häcken og koma inn í íslenska hópinn.

„Já, engin spurning. Maður reynir bara að leggja það alveg til hliðar og njóta þess að vera hérna með stelpunum. Það er geggjað að koma inn í nýtt umhverfi.”

Huginn fór ekki þangað
Það er mikil samkeppni um stöður í íslenska landsliðshópnum. Agla María er klárlega ein af okkar hæfileikaríkustu leikmönnum. Hún leyfði sér ekki að hugsa um að hún væri að fara að missa af EM út af litlum spiltíma með félagsliði sínu.

„Nei, ég hugsaði nú reyndar aldrei út í að ég væri að fara af missa af Evrópumótinu. En auðvitað er það bara þannig að það er einn maður sem velur hópinn... Ég er ánægð að Steini hafi tekið mig inn í hópinn.”

Riðillinn er áhugaverður í ljósi þess hvað hann er jafn á pappír, kannski að Frakklandi undanskildu.

„Þetta verða hörkuleikir. Fyrir fram er kannski mesti sénsinn á móti Ítalíu og Belgíu en þetta verða allt mjög erfiðir leikir,” segir Agla María um Evrópumótið sem er framundan.

Allt viðtalið við þennan öfluga leikmann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner