Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   þri 21. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís ánægð með tímabilið en ætlar sér að vinna Meistaradeildina
Icelandair
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
„Mér líst bara mjög vel á þetta, ótrúlega spennt að byrja æfa og ógeðslega gaman að sjá allar stelpurnar. Við erum bara mjög spenntar fyrir þessu öllu saman," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í gær.

Á síðasta ári lék Sveindís með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá þýska félaginu Wolfsburg. Í janúar kom hún svo inn í hópinn hjá Wolfsburg. Wolfsburg varð þýskur meistari og bikarmeistari í vor. Lokaleikur tímabilsins var þann 28. maí. Var engin löngun í lengra frí?

„Nei, eiginlega ekki. Ég tók alveg eina og hálfa - tvær vikur í frí eftir tímabilið og það er alveg nóg. Ég er ógeðslega spennt að byrja aftur með þessum stelpum, allar ógeðslega skemmtilegar og alltaf jafn gaman að koma og æfa með landsliðinu."

Má segja að þessi tími hjá Wolfsburg fyrri hluta árs hafi verið draumi líkast? „Já, svona. Það var ógeðslega gaman hvað það gekk vel og gott hvað það gekk vel að komast inn í hópinn - stelpurnar tóku mér bara mjög vel. Ég er bara mjög ánægð."

„Það er hægt að biðja um það betra en þetta er bara geggjað. Þetta er draumur og auðvitað vill maður taka alla titla sem hægt er. Ég vona bara að það komi bara á næsta ári."


Er stefnan sett á að vinna Meistaradeildina? „Auðvitað, liðið sem við vorum með núna átti allan séns á að vinna Meistaradeildina. Með meiri reynslu á næsta ári er þetta allt hægt."

Kom þér á óvart hversu fljót þú varst að vinna þig inn í byrjunarliðið hjá Wolfsburg?

„Ég var ekkert að búast við því, ætlaði bara að taka þetta tímabil í að kynnast stelpunum og læra hvernig þær spila - æfa mig með þessum bestu. Auðvitað er geðveikt að fá sénsinn að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ég gat auðvitað byrjað fleiri leiki og hefði alveg verið til í það en ég tek það vonandi á næsta ári," sagði Sveindís.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner