Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 21. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís ánægð með tímabilið en ætlar sér að vinna Meistaradeildina
Icelandair
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
„Mér líst bara mjög vel á þetta, ótrúlega spennt að byrja æfa og ógeðslega gaman að sjá allar stelpurnar. Við erum bara mjög spenntar fyrir þessu öllu saman," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í gær.

Á síðasta ári lék Sveindís með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá þýska félaginu Wolfsburg. Í janúar kom hún svo inn í hópinn hjá Wolfsburg. Wolfsburg varð þýskur meistari og bikarmeistari í vor. Lokaleikur tímabilsins var þann 28. maí. Var engin löngun í lengra frí?

„Nei, eiginlega ekki. Ég tók alveg eina og hálfa - tvær vikur í frí eftir tímabilið og það er alveg nóg. Ég er ógeðslega spennt að byrja aftur með þessum stelpum, allar ógeðslega skemmtilegar og alltaf jafn gaman að koma og æfa með landsliðinu."

Má segja að þessi tími hjá Wolfsburg fyrri hluta árs hafi verið draumi líkast? „Já, svona. Það var ógeðslega gaman hvað það gekk vel og gott hvað það gekk vel að komast inn í hópinn - stelpurnar tóku mér bara mjög vel. Ég er bara mjög ánægð."

„Það er hægt að biðja um það betra en þetta er bara geggjað. Þetta er draumur og auðvitað vill maður taka alla titla sem hægt er. Ég vona bara að það komi bara á næsta ári."


Er stefnan sett á að vinna Meistaradeildina? „Auðvitað, liðið sem við vorum með núna átti allan séns á að vinna Meistaradeildina. Með meiri reynslu á næsta ári er þetta allt hægt."

Kom þér á óvart hversu fljót þú varst að vinna þig inn í byrjunarliðið hjá Wolfsburg?

„Ég var ekkert að búast við því, ætlaði bara að taka þetta tímabil í að kynnast stelpunum og læra hvernig þær spila - æfa mig með þessum bestu. Auðvitað er geðveikt að fá sénsinn að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ég gat auðvitað byrjað fleiri leiki og hefði alveg verið til í það en ég tek það vonandi á næsta ári," sagði Sveindís.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner