Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 21. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís ánægð með tímabilið en ætlar sér að vinna Meistaradeildina
Icelandair
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
„Mér líst bara mjög vel á þetta, ótrúlega spennt að byrja æfa og ógeðslega gaman að sjá allar stelpurnar. Við erum bara mjög spenntar fyrir þessu öllu saman," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í gær.

Á síðasta ári lék Sveindís með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá þýska félaginu Wolfsburg. Í janúar kom hún svo inn í hópinn hjá Wolfsburg. Wolfsburg varð þýskur meistari og bikarmeistari í vor. Lokaleikur tímabilsins var þann 28. maí. Var engin löngun í lengra frí?

„Nei, eiginlega ekki. Ég tók alveg eina og hálfa - tvær vikur í frí eftir tímabilið og það er alveg nóg. Ég er ógeðslega spennt að byrja aftur með þessum stelpum, allar ógeðslega skemmtilegar og alltaf jafn gaman að koma og æfa með landsliðinu."

Má segja að þessi tími hjá Wolfsburg fyrri hluta árs hafi verið draumi líkast? „Já, svona. Það var ógeðslega gaman hvað það gekk vel og gott hvað það gekk vel að komast inn í hópinn - stelpurnar tóku mér bara mjög vel. Ég er bara mjög ánægð."

„Það er hægt að biðja um það betra en þetta er bara geggjað. Þetta er draumur og auðvitað vill maður taka alla titla sem hægt er. Ég vona bara að það komi bara á næsta ári."


Er stefnan sett á að vinna Meistaradeildina? „Auðvitað, liðið sem við vorum með núna átti allan séns á að vinna Meistaradeildina. Með meiri reynslu á næsta ári er þetta allt hægt."

Kom þér á óvart hversu fljót þú varst að vinna þig inn í byrjunarliðið hjá Wolfsburg?

„Ég var ekkert að búast við því, ætlaði bara að taka þetta tímabil í að kynnast stelpunum og læra hvernig þær spila - æfa mig með þessum bestu. Auðvitað er geðveikt að fá sénsinn að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ég gat auðvitað byrjað fleiri leiki og hefði alveg verið til í það en ég tek það vonandi á næsta ári," sagði Sveindís.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner