Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 21. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís ánægð með tímabilið en ætlar sér að vinna Meistaradeildina
Icelandair
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
„Mér líst bara mjög vel á þetta, ótrúlega spennt að byrja æfa og ógeðslega gaman að sjá allar stelpurnar. Við erum bara mjög spenntar fyrir þessu öllu saman," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í gær.

Á síðasta ári lék Sveindís með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá þýska félaginu Wolfsburg. Í janúar kom hún svo inn í hópinn hjá Wolfsburg. Wolfsburg varð þýskur meistari og bikarmeistari í vor. Lokaleikur tímabilsins var þann 28. maí. Var engin löngun í lengra frí?

„Nei, eiginlega ekki. Ég tók alveg eina og hálfa - tvær vikur í frí eftir tímabilið og það er alveg nóg. Ég er ógeðslega spennt að byrja aftur með þessum stelpum, allar ógeðslega skemmtilegar og alltaf jafn gaman að koma og æfa með landsliðinu."

Má segja að þessi tími hjá Wolfsburg fyrri hluta árs hafi verið draumi líkast? „Já, svona. Það var ógeðslega gaman hvað það gekk vel og gott hvað það gekk vel að komast inn í hópinn - stelpurnar tóku mér bara mjög vel. Ég er bara mjög ánægð."

„Það er hægt að biðja um það betra en þetta er bara geggjað. Þetta er draumur og auðvitað vill maður taka alla titla sem hægt er. Ég vona bara að það komi bara á næsta ári."


Er stefnan sett á að vinna Meistaradeildina? „Auðvitað, liðið sem við vorum með núna átti allan séns á að vinna Meistaradeildina. Með meiri reynslu á næsta ári er þetta allt hægt."

Kom þér á óvart hversu fljót þú varst að vinna þig inn í byrjunarliðið hjá Wolfsburg?

„Ég var ekkert að búast við því, ætlaði bara að taka þetta tímabil í að kynnast stelpunum og læra hvernig þær spila - æfa mig með þessum bestu. Auðvitað er geðveikt að fá sénsinn að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ég gat auðvitað byrjað fleiri leiki og hefði alveg verið til í það en ég tek það vonandi á næsta ári," sagði Sveindís.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner