Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 21. júní 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís ánægð með tímabilið en ætlar sér að vinna Meistaradeildina
Icelandair
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Sveindís við hlið Cecilíu á landsiðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Mirko Kappes
„Mér líst bara mjög vel á þetta, ótrúlega spennt að byrja æfa og ógeðslega gaman að sjá allar stelpurnar. Við erum bara mjög spenntar fyrir þessu öllu saman," sagði Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net fyrir landsliðsæfingu í gær.

Á síðasta ári lék Sveindís með Kristianstad í Svíþjóð á láni frá þýska félaginu Wolfsburg. Í janúar kom hún svo inn í hópinn hjá Wolfsburg. Wolfsburg varð þýskur meistari og bikarmeistari í vor. Lokaleikur tímabilsins var þann 28. maí. Var engin löngun í lengra frí?

„Nei, eiginlega ekki. Ég tók alveg eina og hálfa - tvær vikur í frí eftir tímabilið og það er alveg nóg. Ég er ógeðslega spennt að byrja aftur með þessum stelpum, allar ógeðslega skemmtilegar og alltaf jafn gaman að koma og æfa með landsliðinu."

Má segja að þessi tími hjá Wolfsburg fyrri hluta árs hafi verið draumi líkast? „Já, svona. Það var ógeðslega gaman hvað það gekk vel og gott hvað það gekk vel að komast inn í hópinn - stelpurnar tóku mér bara mjög vel. Ég er bara mjög ánægð."

„Það er hægt að biðja um það betra en þetta er bara geggjað. Þetta er draumur og auðvitað vill maður taka alla titla sem hægt er. Ég vona bara að það komi bara á næsta ári."


Er stefnan sett á að vinna Meistaradeildina? „Auðvitað, liðið sem við vorum með núna átti allan séns á að vinna Meistaradeildina. Með meiri reynslu á næsta ári er þetta allt hægt."

Kom þér á óvart hversu fljót þú varst að vinna þig inn í byrjunarliðið hjá Wolfsburg?

„Ég var ekkert að búast við því, ætlaði bara að taka þetta tímabil í að kynnast stelpunum og læra hvernig þær spila - æfa mig með þessum bestu. Auðvitað er geðveikt að fá sénsinn að fá að spila og vera í byrjunarliðinu. Ég gat auðvitað byrjað fleiri leiki og hefði alveg verið til í það en ég tek það vonandi á næsta ári," sagði Sveindís.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner