Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   lau 25. júní 2022 14:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ánægð með stemninguna á opinni æfingu kvennalandsliðsins í dag. Liðið heldur út til Póllands á morgun þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik þann 28. júní.


„Það var geggjuð stemning. Áætlunin var að hafa kveðjuleik þannig við erum bara þakklátar fyrir stuðninginn sem við fengum í dag. Stemningin var æðisleg, DJ og skemmtileg æfing."

„Maður heyrði ekki neitt, við þurftum að koma allar saman þegar það þurfti að tala við okkur. Það er góður undirbúningur, maður vonar að það sé svona mikill stuðningur að maður heyrir ekki í hvor annarri."

Hún hafði mjög gaman af því að ræða við unga aðdáendur sem mættu á völlinn. Landsliðskonurnar gáfu þeim einnig eiginhandaráritanir.

„Já, stuðningurinn er númer 1,2 og 3. Þetta gefur manni orku að sjá allt þetta unga fólk sem kemur og vill fá eiginhandaráritun. Ég man þegar ég var yngri hvað það var mikilvægt að sjá þessar fyrirmyndir. Þessar ungu sem eru að koma í landsliðið, þetta eru geggjaðar fyrirmyndir og gaman að sjá að krakkarnir líta upp til þeirra."

Það er spurning hver mun bera fyrirliðabandið á EM en Gunnhildur hefur gert það í fjarveru Söru Bjarkar. Gunnhildur telur að hver sem er gæti borið bandið.

„Ég held að það sé ekkert stórmál. Á endanum er sá sem verður með bandið góður leiðtogi. Það gætu allir verið með þetta band, fyrir mér er þetta ekkert stórmál og hver sem það verður mun gera það mjög vel. Það eru allir leiðtogar og allir tilbúnir að fylgja, við komum allar saman og vitum okkar hlutverk, það er það sem skiptir máli."

„Það er algjör heiður að bera þetta band fyrir þetta lið. Ég er ótrúlega stolt af því og mun muna það að eilífu. Þetta er geggjaður hópur og að leiða hann inn á völlinn er algjör heiður. Sara var á undan mér og stóð sig frábærlega þannig að hún á skilið að fá þetta band," sagði Gunnhildur.


Athugasemdir
banner