Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   lau 25. júní 2022 14:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ánægð með stemninguna á opinni æfingu kvennalandsliðsins í dag. Liðið heldur út til Póllands á morgun þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik þann 28. júní.


„Það var geggjuð stemning. Áætlunin var að hafa kveðjuleik þannig við erum bara þakklátar fyrir stuðninginn sem við fengum í dag. Stemningin var æðisleg, DJ og skemmtileg æfing."

„Maður heyrði ekki neitt, við þurftum að koma allar saman þegar það þurfti að tala við okkur. Það er góður undirbúningur, maður vonar að það sé svona mikill stuðningur að maður heyrir ekki í hvor annarri."

Hún hafði mjög gaman af því að ræða við unga aðdáendur sem mættu á völlinn. Landsliðskonurnar gáfu þeim einnig eiginhandaráritanir.

„Já, stuðningurinn er númer 1,2 og 3. Þetta gefur manni orku að sjá allt þetta unga fólk sem kemur og vill fá eiginhandaráritun. Ég man þegar ég var yngri hvað það var mikilvægt að sjá þessar fyrirmyndir. Þessar ungu sem eru að koma í landsliðið, þetta eru geggjaðar fyrirmyndir og gaman að sjá að krakkarnir líta upp til þeirra."

Það er spurning hver mun bera fyrirliðabandið á EM en Gunnhildur hefur gert það í fjarveru Söru Bjarkar. Gunnhildur telur að hver sem er gæti borið bandið.

„Ég held að það sé ekkert stórmál. Á endanum er sá sem verður með bandið góður leiðtogi. Það gætu allir verið með þetta band, fyrir mér er þetta ekkert stórmál og hver sem það verður mun gera það mjög vel. Það eru allir leiðtogar og allir tilbúnir að fylgja, við komum allar saman og vitum okkar hlutverk, það er það sem skiptir máli."

„Það er algjör heiður að bera þetta band fyrir þetta lið. Ég er ótrúlega stolt af því og mun muna það að eilífu. Þetta er geggjaður hópur og að leiða hann inn á völlinn er algjör heiður. Sara var á undan mér og stóð sig frábærlega þannig að hún á skilið að fá þetta band," sagði Gunnhildur.


Athugasemdir
banner
banner