Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   lau 25. júní 2022 14:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ánægð með stemninguna á opinni æfingu kvennalandsliðsins í dag. Liðið heldur út til Póllands á morgun þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik þann 28. júní.


„Það var geggjuð stemning. Áætlunin var að hafa kveðjuleik þannig við erum bara þakklátar fyrir stuðninginn sem við fengum í dag. Stemningin var æðisleg, DJ og skemmtileg æfing."

„Maður heyrði ekki neitt, við þurftum að koma allar saman þegar það þurfti að tala við okkur. Það er góður undirbúningur, maður vonar að það sé svona mikill stuðningur að maður heyrir ekki í hvor annarri."

Hún hafði mjög gaman af því að ræða við unga aðdáendur sem mættu á völlinn. Landsliðskonurnar gáfu þeim einnig eiginhandaráritanir.

„Já, stuðningurinn er númer 1,2 og 3. Þetta gefur manni orku að sjá allt þetta unga fólk sem kemur og vill fá eiginhandaráritun. Ég man þegar ég var yngri hvað það var mikilvægt að sjá þessar fyrirmyndir. Þessar ungu sem eru að koma í landsliðið, þetta eru geggjaðar fyrirmyndir og gaman að sjá að krakkarnir líta upp til þeirra."

Það er spurning hver mun bera fyrirliðabandið á EM en Gunnhildur hefur gert það í fjarveru Söru Bjarkar. Gunnhildur telur að hver sem er gæti borið bandið.

„Ég held að það sé ekkert stórmál. Á endanum er sá sem verður með bandið góður leiðtogi. Það gætu allir verið með þetta band, fyrir mér er þetta ekkert stórmál og hver sem það verður mun gera það mjög vel. Það eru allir leiðtogar og allir tilbúnir að fylgja, við komum allar saman og vitum okkar hlutverk, það er það sem skiptir máli."

„Það er algjör heiður að bera þetta band fyrir þetta lið. Ég er ótrúlega stolt af því og mun muna það að eilífu. Þetta er geggjaður hópur og að leiða hann inn á völlinn er algjör heiður. Sara var á undan mér og stóð sig frábærlega þannig að hún á skilið að fá þetta band," sagði Gunnhildur.


Athugasemdir
banner