Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 25. júní 2022 14:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ánægð með stemninguna á opinni æfingu kvennalandsliðsins í dag. Liðið heldur út til Póllands á morgun þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik þann 28. júní.


„Það var geggjuð stemning. Áætlunin var að hafa kveðjuleik þannig við erum bara þakklátar fyrir stuðninginn sem við fengum í dag. Stemningin var æðisleg, DJ og skemmtileg æfing."

„Maður heyrði ekki neitt, við þurftum að koma allar saman þegar það þurfti að tala við okkur. Það er góður undirbúningur, maður vonar að það sé svona mikill stuðningur að maður heyrir ekki í hvor annarri."

Hún hafði mjög gaman af því að ræða við unga aðdáendur sem mættu á völlinn. Landsliðskonurnar gáfu þeim einnig eiginhandaráritanir.

„Já, stuðningurinn er númer 1,2 og 3. Þetta gefur manni orku að sjá allt þetta unga fólk sem kemur og vill fá eiginhandaráritun. Ég man þegar ég var yngri hvað það var mikilvægt að sjá þessar fyrirmyndir. Þessar ungu sem eru að koma í landsliðið, þetta eru geggjaðar fyrirmyndir og gaman að sjá að krakkarnir líta upp til þeirra."

Það er spurning hver mun bera fyrirliðabandið á EM en Gunnhildur hefur gert það í fjarveru Söru Bjarkar. Gunnhildur telur að hver sem er gæti borið bandið.

„Ég held að það sé ekkert stórmál. Á endanum er sá sem verður með bandið góður leiðtogi. Það gætu allir verið með þetta band, fyrir mér er þetta ekkert stórmál og hver sem það verður mun gera það mjög vel. Það eru allir leiðtogar og allir tilbúnir að fylgja, við komum allar saman og vitum okkar hlutverk, það er það sem skiptir máli."

„Það er algjör heiður að bera þetta band fyrir þetta lið. Ég er ótrúlega stolt af því og mun muna það að eilífu. Þetta er geggjaður hópur og að leiða hann inn á völlinn er algjör heiður. Sara var á undan mér og stóð sig frábærlega þannig að hún á skilið að fá þetta band," sagði Gunnhildur.


Athugasemdir
banner