Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 25. júní 2022 14:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spurning hver ber fyrirliðabandið á EM - „Það eru allir leiðtogar"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var ánægð með stemninguna á opinni æfingu kvennalandsliðsins í dag. Liðið heldur út til Póllands á morgun þar sem liðið mætir heimakonum í æfingaleik þann 28. júní.


„Það var geggjuð stemning. Áætlunin var að hafa kveðjuleik þannig við erum bara þakklátar fyrir stuðninginn sem við fengum í dag. Stemningin var æðisleg, DJ og skemmtileg æfing."

„Maður heyrði ekki neitt, við þurftum að koma allar saman þegar það þurfti að tala við okkur. Það er góður undirbúningur, maður vonar að það sé svona mikill stuðningur að maður heyrir ekki í hvor annarri."

Hún hafði mjög gaman af því að ræða við unga aðdáendur sem mættu á völlinn. Landsliðskonurnar gáfu þeim einnig eiginhandaráritanir.

„Já, stuðningurinn er númer 1,2 og 3. Þetta gefur manni orku að sjá allt þetta unga fólk sem kemur og vill fá eiginhandaráritun. Ég man þegar ég var yngri hvað það var mikilvægt að sjá þessar fyrirmyndir. Þessar ungu sem eru að koma í landsliðið, þetta eru geggjaðar fyrirmyndir og gaman að sjá að krakkarnir líta upp til þeirra."

Það er spurning hver mun bera fyrirliðabandið á EM en Gunnhildur hefur gert það í fjarveru Söru Bjarkar. Gunnhildur telur að hver sem er gæti borið bandið.

„Ég held að það sé ekkert stórmál. Á endanum er sá sem verður með bandið góður leiðtogi. Það gætu allir verið með þetta band, fyrir mér er þetta ekkert stórmál og hver sem það verður mun gera það mjög vel. Það eru allir leiðtogar og allir tilbúnir að fylgja, við komum allar saman og vitum okkar hlutverk, það er það sem skiptir máli."

„Það er algjör heiður að bera þetta band fyrir þetta lið. Ég er ótrúlega stolt af því og mun muna það að eilífu. Þetta er geggjaður hópur og að leiða hann inn á völlinn er algjör heiður. Sara var á undan mér og stóð sig frábærlega þannig að hún á skilið að fá þetta band," sagði Gunnhildur.


Athugasemdir
banner