Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
Viktor Jóns: Alltaf spurningin um að ná þessu fyrsta marki inn
„Ég hlakka til að sjá hverjir eru tilbúnir að hlaupa úr sér lungun og berjast fyrir KA."
Jón Þór: Erum 'on the road again'
Láki: Vorum alltof lengi í gang og vorum linir
Davíð Smári: Erum að koma nánast frá Grænlandi
   mán 20. júní 2022 17:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexandra spennt og stolt: Þetta verður hausverkur fyrir Steina
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir ræddi við Fótbolta.net fyrir fyrtu landsliðsæfingu kvennalandsliðið í undirbúningi sínum fyrir EM. Liðið æfði á Laugardalsvelli í dag en fyrsti leikur á EM fer fram þann 10. júlí á Akademíu leikvanginum í Manchester.

„Mér líst bara vel á þetta, ótrúlega gaman að vera loksins komnar saman og að það sé loksins komið að þessu. Ég er spennt og stolt, það er allavega ekkert stress ennþá, það kemur kannski fyrir fyrsta leik," sagði Alexandra.

Hún kom á láni til Breiðabliks í maí frá þýska félaginu Eintracht Frankfurt. Markmiðið var að fá mínútur til að undirbúa sig fyrir EM.

„Ég kom inn í liðið og þetta var breytt lið frá því ég var þar [tímabilið 2020]. Maður þarf alltaf tíma til að spila sig inn í liðið, ég hafði ekki spilað með þessum stelpum á miðjunni. En svo fannst mér þetta ganga ágætlega, fékk það sem ég vildi, fékk spiltíma og það var það sem ég var að leitast eftir."

Alexandra fer aftur til Frankfurt þegar EM lýkur, á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Spurð út í samkeppnina í landsliðinu, og þá sérstaklega um stöðu á miðsvæðinu: „Ég held það sé bara erfitt að komast í liðið á mörgum stöðum. Við erum með ótrúlega flottan hóp, 23 leikmenn sem geta allir spilað. Þetta verður hausverkur fyrir Steina."
Athugasemdir
banner