„Það var alveg smá fiðringur í maga, ég viðurkenni það. Það var ógeðslega gaman að sjá nafnið sitt á blaði og mikið stolt sem því fylgdi. Ég er hreykin af því að vera partur af þessum hópi," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrir æfingu kvennalandsliðsins í dag.
„Það er mikil eftirvænting og þegar maður heyrði fyrst að EM yrði á Englandi kom auka fiðringur í magann þar sem fyrir okkur Íslendingum hefur fótboltinn á Englandi verið það stærsta. Ég viðurkenni að það sé aðeins öðruvísi og öðruvísi tilfinningar."
„Það er mikil spenna og gaman að vera komin til móts við hópinn og byrja vegferðina."
Í aðdraganda EM 2017 meiddist Elísa og gat ekki tekið þátt í mótinu. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði sem fylgdu því en sem betur fer er ég hér í dag."
„Það er alltaf ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Þetta er samheldinn og þéttur hópur. alltaf gaman vera hérna með þeim og hlæja og fíflast og taka svo á því á æfingum. Það eru mikil forréttindi og við erum bara ótrúlega spenntar," sagði Elísa.
Hún hefur spilað 46 landsleiki og er á leið sitt annað stórmót.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir