Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 22. júní 2022 10:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elísa stolt: Ógeðslega gaman að sjá nafnið sitt á blaði
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var alveg smá fiðringur í maga, ég viðurkenni það. Það var ógeðslega gaman að sjá nafnið sitt á blaði og mikið stolt sem því fylgdi. Ég er hreykin af því að vera partur af þessum hópi," sagði Elísa Viðarsdóttir fyrir æfingu kvennalandsliðsins í dag.

„Það er mikil eftirvænting og þegar maður heyrði fyrst að EM yrði á Englandi kom auka fiðringur í magann þar sem fyrir okkur Íslendingum hefur fótboltinn á Englandi verið það stærsta. Ég viðurkenni að það sé aðeins öðruvísi og öðruvísi tilfinningar."

„Það er mikil spenna og gaman að vera komin til móts við hópinn og byrja vegferðina."


Í aðdraganda EM 2017 meiddist Elísa og gat ekki tekið þátt í mótinu. „Það voru auðvitað mikil vonbrigði sem fylgdu því en sem betur fer er ég hér í dag."

„Það er alltaf ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Þetta er samheldinn og þéttur hópur. alltaf gaman vera hérna með þeim og hlæja og fíflast og taka svo á því á æfingum. Það eru mikil forréttindi og við erum bara ótrúlega spenntar,"
sagði Elísa.

Hún hefur spilað 46 landsleiki og er á leið sitt annað stórmót.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner