Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 28. júní 2022 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Steini Halldórs: Þjóðirnar koma saman á mismunandi tímum
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á dögunum.
Frá æfingu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Undirbúningurinn hefur gengið vel, þetta hefur rúllað vel og hlutirnir hafa verið í lagi hjá okkur,” sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við hann á hóteli landsliðsins í Poznan í Póllandi í kvöld.

Á morgun spilar Ísland vináttulandsleik við Pólverja og er það eini og síðasti leikur liðsins fyrir Evrópumótið í Englandi.

Steini segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir, þar á meðal Guðný Árnadóttir sem var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins.

„Það er allt í góðum gír og allt á réttri leið.”

Er eitthvað sem Steini er svekktur með í undirbúningnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er allt svona samkvæmt plani. Við erum að æfa í Póllandi við fínar aðstæður og spilum hörkuleik á morgun. Svo komum við okkur yfir til Þýskalands og höldum áfram að undirbúa okkur.”

Sumar af þjóðunum sem eru að taka þátt á mótinu hafa verið að spila fleiri en einn leik. Steini var spurður aðeins út í það. „Jú, það var skoðað en við vorum ekkert æst í að spila marga leiki. Þetta snýst um að undirbúa sig vel og nota þann undirbúning sem maður hefur. Einn leikur eða tveir leikir, við hefðum aldrei getað spilað meira en tvo leiki. Fólk verður líka að átta sig á því að þjóðirnar koma saman á mismunandi tímum. Það er öðruvísi undirbúningur fyrir þær þjóðir þar sem deildirnar voru búnar í maí að spila. Þær byrjuðu að æfa fyrr en við.”

Steini fékk ekki allan hóp sinn saman fyrr en fyrir rúmri viku síðan þar sem deildin hér á Íslandi er enn í fullum gangi og erum við með fleiri leikmenn erlendis sem eru í sumardeildum og komu seint til móts við liðið vegna þess.

Ísland reyndi að fá heimaleik á Laugardalsvelli fyrir mót en því miður gekk það ekki eftir í þetta skiptið. Í staðinn var haldin opin æfing þar sem fólk fékk tækifæri til að kveðja liðið áður en það hélt út til Póllands þar sem eini æfingaleikur liðsins fyrir mót verður spilaður. Steini telur að sá leikur - og allar æfingarnar - veiti bestan undirbúning á þessum tímapunkti.

Allt viðtalið við Steina er í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner
banner
banner