Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Venni: Við höfum verið góðir gestgjafar og þeir (KR) góðir gestir
Halli: Einbeitingabrestir sem slátra okkur leik eftir leik
Jóhann Birnir: Við tökum algjörlega yfir leikinn að mínu mati
Gunnar Heiðar: Fannst við vera líklegir til þess að vinna þennan leik
Marc McAusland: Var svolítið heppinn að hann hafi ekki náð að skora
Arnar Grétars: Heilt yfir hefðum við átt að klára þennan leik
Gústi Gylfa: Ekki hægt að fela sig endalaust á bakvið frammistöðu
Gunnar Guðmunds: Mér fannst út á velli við vera sterkari aðilinn í dag
Hrafn Tómas: Það hafa alltaf verið ljós en aldrei myrkur
Hemmi Hreiðars: Ætlum að taka okkur frí þetta árið frá Þjóðhátíð
„Shaina var alveg frábær í dag"
Siggi Höskulds: Fengu þetta fáránlega víti og það var sætt að sjá hann renna í því
„Okkar spilamennska undir pari"
Haraldur Freyr: Segir sig sjálft að við þurfum að verjast betur
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
   þri 28. júní 2022 18:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Poznan
Steini Halldórs: Þjóðirnar koma saman á mismunandi tímum
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu á dögunum.
Frá æfingu á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Undirbúningurinn hefur gengið vel, þetta hefur rúllað vel og hlutirnir hafa verið í lagi hjá okkur,” sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, þegar fréttamaður Fótbolta.net spjallaði við hann á hóteli landsliðsins í Poznan í Póllandi í kvöld.

Á morgun spilar Ísland vináttulandsleik við Pólverja og er það eini og síðasti leikur liðsins fyrir Evrópumótið í Englandi.

Steini segir að allir leikmenn íslenska liðsins séu heilir, þar á meðal Guðný Árnadóttir sem var að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins.

„Það er allt í góðum gír og allt á réttri leið.”

Er eitthvað sem Steini er svekktur með í undirbúningnum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er allt svona samkvæmt plani. Við erum að æfa í Póllandi við fínar aðstæður og spilum hörkuleik á morgun. Svo komum við okkur yfir til Þýskalands og höldum áfram að undirbúa okkur.”

Sumar af þjóðunum sem eru að taka þátt á mótinu hafa verið að spila fleiri en einn leik. Steini var spurður aðeins út í það. „Jú, það var skoðað en við vorum ekkert æst í að spila marga leiki. Þetta snýst um að undirbúa sig vel og nota þann undirbúning sem maður hefur. Einn leikur eða tveir leikir, við hefðum aldrei getað spilað meira en tvo leiki. Fólk verður líka að átta sig á því að þjóðirnar koma saman á mismunandi tímum. Það er öðruvísi undirbúningur fyrir þær þjóðir þar sem deildirnar voru búnar í maí að spila. Þær byrjuðu að æfa fyrr en við.”

Steini fékk ekki allan hóp sinn saman fyrr en fyrir rúmri viku síðan þar sem deildin hér á Íslandi er enn í fullum gangi og erum við með fleiri leikmenn erlendis sem eru í sumardeildum og komu seint til móts við liðið vegna þess.

Ísland reyndi að fá heimaleik á Laugardalsvelli fyrir mót en því miður gekk það ekki eftir í þetta skiptið. Í staðinn var haldin opin æfing þar sem fólk fékk tækifæri til að kveðja liðið áður en það hélt út til Póllands þar sem eini æfingaleikur liðsins fyrir mót verður spilaður. Steini telur að sá leikur - og allar æfingarnar - veiti bestan undirbúning á þessum tímapunkti.

Allt viðtalið við Steina er í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Athugasemdir
banner