Berglind Björg Þorvaldsdóttir var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir opna æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún var mjög ánægð með æfinguna.
„Þetta var geggjað. Það er ekki oft sem maður upplifir æfingu þar sem það eru áhorfendur, DJ og læti," sagði Berglind.
Það var erfitt að heyra fyrirmæli Steina á æfingunni.
„Kannski pinu þegar Steini var að tala þá þurftum við að koma svolítið þétt saman."
Berglind var í lið eldri leikmanna gegn þeim yngri sem vann skotkeppnina á æfingunni í dag. Það skiptir leikmenn miklu máli að vinna þá keppni.
„Það skiptir öllu máli, maður er kannski að skjóta hér og þar. Við erum með mini keppni fram að EM þannig það er mikilvægt að vinna það."
Hún var stressuð að bíða eftir kallinu í landsliðið í hópinn fyrir EM.
„Það er ekkert sjálfgefið að vera í landsliðinu. Það er auðvitað alltaf pínu stress áður."