Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   þri 21. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós: Frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við landsliðsframherjann Svövu Rós Guðmundsdóttur fyrir æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Æfingin var sú fyrsta í undirbúningi liðsins fyrir EM sem hefst í næsta mánuði.

„Það er ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Við erum mjög spenntar fyrir þessu, geggjað að koma aftur saman," sagði Svava. „Ég er bara mjög góð, 7-9-13, fékk eitthvað smá högg fyrir nokkrum vikum en það er ekkert vesen."

Svava spilar með norsku meisturunum í Brann og hefur gengið vel í upphafi tímabils. Liðið er á toppi deildarinnar.

„Það er búið að ganga bara vel, við reyndar misstigum okkur aðeins á móti Rosenborg en þrátt fyrir það er þetta búið að vera nokkuð gott hjá okkur. Auðvitað er markmiðið að vinna deildina, markmiðið er að gera betur en í fyrra. Liðið vann í fyrra og nú er að gera enn betur í bikar líka."

Ertu ánægð með þína spilamennsku í byrjun tímabils?

„Svona upp og niður. Ég var mjög ánægður með byrjunina, svo fæ ég högg og þá dett ég aðeins niður en annars bara ágætt."

Hún er liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur hjá Brann. „Við spilum með tvær tíur og einn frammi. Upprunalega átti ég spila sem tía og Berglind upp á topp. Hún er búin að vera meidd þannig ég er búinn að spila upp á topp. Í síðasta leik byrjaði hún á toppnum og ég sem tía."

„Upphaflega er ég náttúrulega á kantinum en ég fíla mjög að spila frammi. Ég fíla líkaþessa tíustöðu, ég er meira flæðandi út á kantinum og sem framherji. Það hentar mér vel."


Svava gekk í raðir Brann frá franska félaginu Bordeaux í janúar. Þar hafði Svava verið úti í kuldanum. Myndi hún segja að þetta væri allt annað líf núna?

„Já, þetta er allt annað. Þetta er miklu betra og mér líður mjög vel þarna. Það er frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri og að það gengur svona vel," sagði Svava.
Athugasemdir