Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   þri 21. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós: Frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við landsliðsframherjann Svövu Rós Guðmundsdóttur fyrir æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Æfingin var sú fyrsta í undirbúningi liðsins fyrir EM sem hefst í næsta mánuði.

„Það er ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Við erum mjög spenntar fyrir þessu, geggjað að koma aftur saman," sagði Svava. „Ég er bara mjög góð, 7-9-13, fékk eitthvað smá högg fyrir nokkrum vikum en það er ekkert vesen."

Svava spilar með norsku meisturunum í Brann og hefur gengið vel í upphafi tímabils. Liðið er á toppi deildarinnar.

„Það er búið að ganga bara vel, við reyndar misstigum okkur aðeins á móti Rosenborg en þrátt fyrir það er þetta búið að vera nokkuð gott hjá okkur. Auðvitað er markmiðið að vinna deildina, markmiðið er að gera betur en í fyrra. Liðið vann í fyrra og nú er að gera enn betur í bikar líka."

Ertu ánægð með þína spilamennsku í byrjun tímabils?

„Svona upp og niður. Ég var mjög ánægður með byrjunina, svo fæ ég högg og þá dett ég aðeins niður en annars bara ágætt."

Hún er liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur hjá Brann. „Við spilum með tvær tíur og einn frammi. Upprunalega átti ég spila sem tía og Berglind upp á topp. Hún er búin að vera meidd þannig ég er búinn að spila upp á topp. Í síðasta leik byrjaði hún á toppnum og ég sem tía."

„Upphaflega er ég náttúrulega á kantinum en ég fíla mjög að spila frammi. Ég fíla líkaþessa tíustöðu, ég er meira flæðandi út á kantinum og sem framherji. Það hentar mér vel."


Svava gekk í raðir Brann frá franska félaginu Bordeaux í janúar. Þar hafði Svava verið úti í kuldanum. Myndi hún segja að þetta væri allt annað líf núna?

„Já, þetta er allt annað. Þetta er miklu betra og mér líður mjög vel þarna. Það er frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri og að það gengur svona vel," sagði Svava.
Athugasemdir
banner
banner
banner