Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   þri 21. júní 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svava Rós: Frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri
Icelandair
Af landsliðsæfingu í gær.
Af landsliðsæfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við landsliðsframherjann Svövu Rós Guðmundsdóttur fyrir æfingu kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Æfingin var sú fyrsta í undirbúningi liðsins fyrir EM sem hefst í næsta mánuði.

„Það er ótrúlega gaman að hitta stelpurnar. Við erum mjög spenntar fyrir þessu, geggjað að koma aftur saman," sagði Svava. „Ég er bara mjög góð, 7-9-13, fékk eitthvað smá högg fyrir nokkrum vikum en það er ekkert vesen."

Svava spilar með norsku meisturunum í Brann og hefur gengið vel í upphafi tímabils. Liðið er á toppi deildarinnar.

„Það er búið að ganga bara vel, við reyndar misstigum okkur aðeins á móti Rosenborg en þrátt fyrir það er þetta búið að vera nokkuð gott hjá okkur. Auðvitað er markmiðið að vinna deildina, markmiðið er að gera betur en í fyrra. Liðið vann í fyrra og nú er að gera enn betur í bikar líka."

Ertu ánægð með þína spilamennsku í byrjun tímabils?

„Svona upp og niður. Ég var mjög ánægður með byrjunina, svo fæ ég högg og þá dett ég aðeins niður en annars bara ágætt."

Hún er liðsfélagi Berglindar Bjargar Þorvalsdóttur hjá Brann. „Við spilum með tvær tíur og einn frammi. Upprunalega átti ég spila sem tía og Berglind upp á topp. Hún er búin að vera meidd þannig ég er búinn að spila upp á topp. Í síðasta leik byrjaði hún á toppnum og ég sem tía."

„Upphaflega er ég náttúrulega á kantinum en ég fíla mjög að spila frammi. Ég fíla líkaþessa tíustöðu, ég er meira flæðandi út á kantinum og sem framherji. Það hentar mér vel."


Svava gekk í raðir Brann frá franska félaginu Bordeaux í janúar. Þar hafði Svava verið úti í kuldanum. Myndi hún segja að þetta væri allt annað líf núna?

„Já, þetta er allt annað. Þetta er miklu betra og mér líður mjög vel þarna. Það er frábært að ég hafi fengið þetta tækifæri og að það gengur svona vel," sagði Svava.
Athugasemdir
banner
banner
banner