Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 25. júní 2022 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cecilía búin að ná sér af meiðslum - „15 sinnum skemmtilegra í marki núna"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var opin æfing hjá kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í dag. 

Það var létt og skemmtileg stemning, margir áhorfendur og plötusnúður á svæðinu. Fótbolti.net ræddi við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir æfinguna.

Það var létt yfir hópnum á æfingunni en eins og venjulega var farið í keppni milli yngri og eldri leikmanna sem þær yngri töpuðu, aldrei þessu vant.

„Það var tónlist allan tíman sem var geggjað, maður er vanur þessu í leikjum svo það sló mann ekkert úf af laginu."

„Það er svakalegur rígur milli eldri og yngri. Yngri hafa unnið skotkeppnina síðustu skipti þannig það var mjög leiðinlegt að tapa í dag. Maður kemur sterkur til baka í næstu," sagði Cecilía.

Cecilía er búin að ná sér alveg af meiðslum á hendi. Hún gat ekki æft í marki í nokkrar vikur.

„Ég er orðin alveg 100% sem er geggjuð tilfinning. Þetta leið hratt, ég mátti gera allt nema að vera í marki. Mér fannst mjög gaman að vera úti á meðan ég gat ekki verið í marki. Núna þegar ég er komin aftur í markið finnst mér það 15 sinnum skemmtilegra," sagði Cecilía.

Cecilía varð pínu stressuð á að ná ekki EM vegna meiðsla.

„Um leið og mér var sagt að ég þyrfti að fara í aðgerð var þetta smá stress. Svo talaði ég við lækni og þá fékk ég á hreint að þetta yrði ekkert stress."


Athugasemdir
banner
banner