Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Ólafur Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
banner
   lau 25. júní 2022 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cecilía búin að ná sér af meiðslum - „15 sinnum skemmtilegra í marki núna"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var opin æfing hjá kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í dag. 

Það var létt og skemmtileg stemning, margir áhorfendur og plötusnúður á svæðinu. Fótbolti.net ræddi við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir æfinguna.

Það var létt yfir hópnum á æfingunni en eins og venjulega var farið í keppni milli yngri og eldri leikmanna sem þær yngri töpuðu, aldrei þessu vant.

„Það var tónlist allan tíman sem var geggjað, maður er vanur þessu í leikjum svo það sló mann ekkert úf af laginu."

„Það er svakalegur rígur milli eldri og yngri. Yngri hafa unnið skotkeppnina síðustu skipti þannig það var mjög leiðinlegt að tapa í dag. Maður kemur sterkur til baka í næstu," sagði Cecilía.

Cecilía er búin að ná sér alveg af meiðslum á hendi. Hún gat ekki æft í marki í nokkrar vikur.

„Ég er orðin alveg 100% sem er geggjuð tilfinning. Þetta leið hratt, ég mátti gera allt nema að vera í marki. Mér fannst mjög gaman að vera úti á meðan ég gat ekki verið í marki. Núna þegar ég er komin aftur í markið finnst mér það 15 sinnum skemmtilegra," sagði Cecilía.

Cecilía varð pínu stressuð á að ná ekki EM vegna meiðsla.

„Um leið og mér var sagt að ég þyrfti að fara í aðgerð var þetta smá stress. Svo talaði ég við lækni og þá fékk ég á hreint að þetta yrði ekkert stress."


Athugasemdir