Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   lau 25. júní 2022 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cecilía búin að ná sér af meiðslum - „15 sinnum skemmtilegra í marki núna"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var opin æfing hjá kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í dag. 

Það var létt og skemmtileg stemning, margir áhorfendur og plötusnúður á svæðinu. Fótbolti.net ræddi við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir æfinguna.

Það var létt yfir hópnum á æfingunni en eins og venjulega var farið í keppni milli yngri og eldri leikmanna sem þær yngri töpuðu, aldrei þessu vant.

„Það var tónlist allan tíman sem var geggjað, maður er vanur þessu í leikjum svo það sló mann ekkert úf af laginu."

„Það er svakalegur rígur milli eldri og yngri. Yngri hafa unnið skotkeppnina síðustu skipti þannig það var mjög leiðinlegt að tapa í dag. Maður kemur sterkur til baka í næstu," sagði Cecilía.

Cecilía er búin að ná sér alveg af meiðslum á hendi. Hún gat ekki æft í marki í nokkrar vikur.

„Ég er orðin alveg 100% sem er geggjuð tilfinning. Þetta leið hratt, ég mátti gera allt nema að vera í marki. Mér fannst mjög gaman að vera úti á meðan ég gat ekki verið í marki. Núna þegar ég er komin aftur í markið finnst mér það 15 sinnum skemmtilegra," sagði Cecilía.

Cecilía varð pínu stressuð á að ná ekki EM vegna meiðsla.

„Um leið og mér var sagt að ég þyrfti að fara í aðgerð var þetta smá stress. Svo talaði ég við lækni og þá fékk ég á hreint að þetta yrði ekkert stress."


Athugasemdir
banner