Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   lau 25. júní 2022 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cecilía búin að ná sér af meiðslum - „15 sinnum skemmtilegra í marki núna"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var opin æfing hjá kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í dag. 

Það var létt og skemmtileg stemning, margir áhorfendur og plötusnúður á svæðinu. Fótbolti.net ræddi við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir æfinguna.

Það var létt yfir hópnum á æfingunni en eins og venjulega var farið í keppni milli yngri og eldri leikmanna sem þær yngri töpuðu, aldrei þessu vant.

„Það var tónlist allan tíman sem var geggjað, maður er vanur þessu í leikjum svo það sló mann ekkert úf af laginu."

„Það er svakalegur rígur milli eldri og yngri. Yngri hafa unnið skotkeppnina síðustu skipti þannig það var mjög leiðinlegt að tapa í dag. Maður kemur sterkur til baka í næstu," sagði Cecilía.

Cecilía er búin að ná sér alveg af meiðslum á hendi. Hún gat ekki æft í marki í nokkrar vikur.

„Ég er orðin alveg 100% sem er geggjuð tilfinning. Þetta leið hratt, ég mátti gera allt nema að vera í marki. Mér fannst mjög gaman að vera úti á meðan ég gat ekki verið í marki. Núna þegar ég er komin aftur í markið finnst mér það 15 sinnum skemmtilegra," sagði Cecilía.

Cecilía varð pínu stressuð á að ná ekki EM vegna meiðsla.

„Um leið og mér var sagt að ég þyrfti að fara í aðgerð var þetta smá stress. Svo talaði ég við lækni og þá fékk ég á hreint að þetta yrði ekkert stress."


Athugasemdir
banner