Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mið 22. júní 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún Arnardóttir: Búið að vera ótrúlega skemmtilegt fyrir mig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara spennandi, ég er mjög spennt og það er gaman að vera komin núna með hópnum og vera byrja æfa. Ég er bara spennt fyrir þessu eins og allar í hópnum," sagði Guðrún Arnardóttir fyrir landsliðsæfingu í dag.

Átján dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM, gegn Belgíu þann 10. júlí.

„Já, auðvitað. Maður er með sjálfstraust, það gengur vel og það hjálpar manni alltaf. Þetta er kannski svolítið öðruvísi hérna en maður reynir að færa það góða yfir og reynir að standa sig vel hér líka," sagði Guðrún sem er mikilvægur hlekkur í liði Rosengård sem varð sænskur meistari í fyrra og situr í toppsæti sænsku deildarinnar sem stendur.

Guðrún fékk tækifæri í byrjunarliði íslenska liðsins síðasta haust.

„Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt fyrir mig. Ég kom aftur inn í landsliðið í byrjun síðasta árs og fékk svo tækifærið í lok árs. Maður er náttúrulega í þessu af því maður vill spila og það er alltaf markmiðið. En það er ekki sjálfgefið, það er mikil samkeppni um allar staðar og gríðarlega mikil samkeppni í minni stöðu. Ég reyni að njóta þegar ég fæ tækifærið og geri mitt besta."

Hvernig er að spila við hliðina á Glódísi Perlu?

„Það er mjög auðvelt. Hún er frábær leikmaður og mikill leiðtogi líka. Hún lyftir svolítið upp leikmönnunum í kringum. Það er algjört æði."

Reynir að lifa í núinu
Guðrún gekk í raðir Rosengård síðasta sumar. Horfir hún eitthvað lengra en það?

„Eins og staðan er núna er ég bara í Rosengård. Ég er samningsbundin fram á næsta sumar. Ég er bara að reyna lifa í núinu og ekki að pæla of mikið í því," sagði Guðrún.
Athugasemdir